Jarðskjálfti með stærðina Mw4,3 í Eldvörpum (eldstöðin Reykjanes)

Þetta er stutt grein um stöðu mála um virknina í eldstöðinni Reykjanes.

Klukkan 17:38 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,3 í Eldvörpum í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst mjög víða og mjög vel á stóru svæði á sunnanverðu landinu.

Mikil jarðskjálftavirkni vestan við Grindavík og þar eru margar stjörnur ofan á hverri annari auk margra rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálfta á svæðinu
Mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan eins og hún er núna er þannig að jarðskjálftavirkni mun halda áfram að aukast þarna, þangað til að eldgos hefst líklega í Eldvörpum. Hvenær það gæti gerst er ekki eitthvað sem hægt er að spá fyrir um.

Uppfært klukkan 20:51. Veðurstofan lækkaði stærð þessa jarðskjálfta við nánari yfirferð á gögnum hjá sér. Greinin hefur verið uppfærð í samræmi við það.