Í dag (15-Maí-2022) hófst kröftug jarðskjálftavirkni í Eldvörpum á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Þetta er vestan við Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,1. Samtals fimm jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 hafa orðið frá klukkan 11:00 í morgun. Meira en 100 minni jarðskjálftar hafa orðið á þessum sama tíma.
Ég sé ekki nein skýr merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé vegna plötuhreyfinga á þessu svæði. Þetta virðist miklu frekar vera vegna þess að kvika er að reyna að brjóta sér leið upp í gegnum jarðskorpuna á þessu svæði en kvikan virðist eiga í vandræðum með það ferli. Það sást einnig rétt áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Munurinn núna er sá að eldgos í Eldvörpum gæti orðið einu sinni til tvisvar sinnum stærra en eldgos í Fagradalsfjalli. Hinsvegar, þangað til að eldgos hefst, þá eru þetta bara ágiskanir. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst á þessu svæði, eða ef eldgos mun hefjast þarna. Það er þó mestar líkur á því að eldgos muni hefjast þarna en eldstöðvar eru óútreiknanlegar.