Kröftugur jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum

Í dag (14-Maí-2022) klukkan 16:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Brennisteinsfjöllum. Þessi jarðskjálfti fannst vel í Reykjavík, Hveragerði og víða á suðurlandi og suður-vesturlandi. Dýpi þessa jarðskjálfta virðist vera 7,8 km.

Jarðskjálfavirkni í Brennisteinsfjöllum sunnan við Reykjavík í Þrenslunum. Vestan við það er mikil jarðskjálftavirkni við Grindavík í eldstöðinni Reykjanes og við Reykjanestá eru grænar stjörnur eftir mikla jarðskjálftavirkni í gær (13-Maí-2022)
Jarðskjálftavirkni í Þrenslunum í Brennisteinsfjöllum. Auk annarar jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvernig jarðskjálfti þetta er (þetta er mín persónulega skoðun) bara hefðbundinn brotajarðskjálfti sem kannski tengist suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) eða hvort að þetta er jarðskjálfti vegna spennubreytinga sem koma til vegna þenslu í eldstöðvunum Krýsuvík og Fagradalsfjalli. Það er ennþá möguleiki á mjög stórum jarðskjálfta þarna en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði.

Grein uppfærð klukkan 04:57 þann 15-05-2022.