Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu í morgun

Í dag (28-Maí-2022) klukkan 08:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4 eða Mw4,7 (EMSC gögn má sjá hérna) í Bárðarbungu.

Græn stjarna með rauðum punktum í jaðri Vatnajökli sýnir staðsetningu jarðskjálftans í Bárðarbugnu. Það eru nokkrir rauðir punktar suður-austur af Bárðarbungu en þar eru djúpir jarðskjálftar að eiga sér stað.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út efti eldgosið árið 2014 til 2015. Það eldgos olli því að Bárðarbungu féll saman um 60 metra og þetta kvikuinnflæði er hægt og rólega að snúa því ferli við. Það mun hinsvegar taka marga áratugi og á meðan mun Bárðarbunga ekki gjósa.

Sterkur jarðskjálfti á Reykjaneshrygg þann 26-Maí-2022

Á Fimmtudeginum þann 26. Maí 2022 klukkan 20:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5. Ég held að þessi jarðskjálfti hafi fundist í bæjarfélögum næst upptökum hans. Þessi jarðskjálfti var einnig út í sjó, talsverða fjarlægð frá landi.

Græn stjarna smá frá landi á korti Veðurstofunnar. Fullt af minni jarðskjálftum frá grænu stjörunni og upp Reykjanesrhygg sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er hugsanlega hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna í gangi á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Það er mun erfiðara að vita hvað er að gerast út í sjó en upp á landi.

Vegna þess að ég er að flytja til Danmerkur. Þá munu greinar næstu daga tefjast aðeins.