Jarðskjálftahrinan ennþá í gangi í Skjaldbreið

Í gær (laugardag 9-Desember-2017) hófst jarðskjálftahrina í Skjaldbreið með jarðskjálfta sem var með stærðina 3,5 í Skjaldbreið (þetta er einnig undir svæðinu sem er kennt við Presthnjúka í Global Volcanism Program gagnagrunninum). Jarðskjálftavirkni hafði byrjað á svæðinu á föstudaginn með smáskjálftum en fór ekki á fullt fyrr en jarðskjálftinn með stærðina 3,5 varð í gær. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,5 og 3,8. Jarðskjálftarnir með stærðina 3,5 og 3,8 fundust á stóru svæði og alveg til Kjalarnes samkvæmt fréttum.


Jarðskjálftarnir í Skjaldbreið síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er fjöldi mældra jarðskjálfta í kringum 100 og eru þetta stærstu jarðskjálftarnir á þessu svæði frá árinu 1992 samkvæmt Veðurstofu Íslands (yfirlit yfir stóra jarðskjálfta á Íslandi frá árinu 1706 – 1990 er að finna hérna). Það hefur mjög dregið úr jarðskjálftavirkni í Skjaldbreið síðustu klukkutímana og það virðist sem að þessi jarðskjálftavirkni sé tengd flekahreyfingum á svæðinu en ekki kvikuhreyfingum.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með því að nota PayPal takkana eða með því að fara á Styrkir síðuna til þess að leggja beint inn á mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂