Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Aðfaranótt 26-Maí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina virðist eiga uppruna sinn í flekahreyfingum á þessu svæði. Mjög fáir jarðskjálftar mældust á þessu svæði og þetta var ekki stór jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg (gula). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru með stærðina 2,0 til 2,8. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir, minni jarðskjálftar virðast ekki mælast í þessari fjarlægð. Það er hugsanlegt að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum til dögum. Það hefur verið munstur undanfarin ár á Reykjaneshrygg að jarðskjálftavirknin hagi sér á þennan hátt. Það er einnig möguleiki á því að ekkert frekar gerist á þessu svæði.