Jarðskjálftahrina 88 til 90 km norður af Kolbeinsey í gær (8-September-2018)

Í gær (8-September-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina 88 til 90 km norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mældust ekki nærri því allir þeir jarðskjálftar sem líklega urðu þarna. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,3. Það urðu samtals tíu jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu en líklega er heildartalan í raun mun hærri. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mælast ekki minnstu jarðskjálftarnir sem koma fram. Vegna fjarlægðar frá landi þá er ekki hægt að segja til um það hvað var að gerast á þessu svæði.