Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í gær (23-Ágúst-2018) hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera þróast með sama hætti og fyrri jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað í Öræfajökli. Jarðskjálftahrinur eiga sér eingöngu stað í Öræfajökli þegar kvika er á ferðinni innan í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Önnur jarðskjálftavirkni hefur verið með svipuðum hætti og áður og flestir jarðskjálftar hafa verið með stærðina 0,0 til 1,0. Kvikan sem er á ferðinni í Öræfajökli er mjög hægfara og sýnir það sig í þessari jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram.