Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (18-Október-2013) hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í þessari hrinu hafa eingöngu 16 jarðskjálftar mælst, sá stærsti mældist með stærðina 3,3 og dýpið 6,1 km.

131018_2320
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Græna stjarnan táknar jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftum á þessu svæði á næstu dögum til vikum. Það er þó erfitt að segja til um það hvenær slíkar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað. Það er því best að fylgjast með á vef Veðurstofu Íslands og á vefsíðunni minni með jarðskjálftagröfunum.