Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Eyjafjallajökli síðan hún hófst í síðustu viku. Þetta eru mjög litlir jarðskjálftar og hefur enginn þeirra náð stærðinni 1,0 ennþá. Þessi jarðskjálftavirkni er einnig mjög grunn, eða á innan við 5 km dýpi. Ég veit ekki ennþá hvað er að valda þessari jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli og ekki er víst að ég muni komast nokkurntímann að því.

131016_2345
Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er engin hætta á eldgosi í Eyjafjallajökli. Þar sem engin ný kvika er að flæða inn í eldfjallið eins og er. Hægt er að fylgjast með Eyjafjallajökli hérna (jonfr.com) og hérna (livefromiceland.is)