Minniháttar jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (austur af Grímsey)

Í dag (25-Mars-2021) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu austur af Grímsey. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Það er ekki víst að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Græn stjarna sýnir jarðskjálftann með stærðina 3. Rauðir punktar sýna minni jarðskjálfta sem hafa orðið þarna
Jarðskjálftavirkni austan við Grímsey í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu byrjar oft hægfara áður en jarðskjálftavirknin eykst. Ég veit ekki hvort að það verður raunin núna þar sem þarna hefur verið mikil jarðskjálftavirkni síðustu mánuði.