Staðan á eldgosinu í Geldingadalir þann 27-Mars-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Geldingadalir þann 27-Mars-2021. Þetta eldgos núna flokkast sem eldgos í eldstöðinni Krýsuvík.

  • Eldgosið virðist vera hægt og rólega að aukast. Litlu gíganir (til vinstri miðað við vefmyndavélina á Rúv) hafa núna runnið saman í einn stóran gíg. Það er möguleiki á að þeir tveir gígar sem gýs núna upp úr renni saman í einn stóran gíg.
  • Kvikan í þessu eldgosi kemur af 17 til 20 km dýpi og á upptök sín líklega mun dýpra en það og það getur valdið eldgosi í mjög langan tíma.
  • Geldingadalir eru núna næstum því orðnir fullir af hrauni. Myndbönd hafa komið fram á samfélagsmiðlum sem sýna hversu rosalega hættulegt hraunið er þarna núna. Það á alls ekki að ganga á nýju hrauninu. Það mun taka áratugi og jafnvel aldir fyrir hraunið þarna að kólna niður í öruggt hitastig.
  • Þar sem hraunið er sem þykkast, þá er hraunið talið vera um 20 til 30 metra þykkt.
  • Það eru sveiflur í eldgosinu. Stundum er eldgosið aðeins meira og stundum aðeins minna miðað við það sem sést á vefmyndavél Rúv.
  • Það virðist sem að þarna sé fjall að byggjast upp. Hvernig það fer síðan er erfitt að segjast til um.

Almennt þá er lítið að frétta af þessu eldgosi og litlar breytingar hafa átt sér stað undanfarið síðan eldgosið hófst fyrir viku síðan (19-Mars-2021). Næsta uppfærsla um eldgosið verður þann 2-Apríl-2021 vonandi ef ekkert stórt gerist í eldgosinu.