Jarðskjálftahrina austan við Grímsey í gær (1-Apríl-2021)

Í gær (1-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,6. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það hafa komið fram 142 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Tvær þettar grænar stjörnur sýna staðsetningu jarðskjálftana með stærðina yfir 3 austan við Grímsey. Um 1 km löng lína af rauðum punktum sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið á þessu svæði síðasta sólarhring
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu og rétt um fyrir einu ári síðan varð mjög stór jarðskjálftahrina langt vestan við Grímsey í Júní 2020. Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á næstu dögum.