Minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (texti á ensku). Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina varð vegna kvikuinnskots eða hefðbundinna jarðskjálfta sem oft eiga sér stað á þessu svæði.

140427_1400
Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Bárðarbungu er þekkt fyrir mikla jarðskjálftavirkni. Ef þarna átti kvikuinnskot sér stað þá aukast ekki líkunar á því að eldgos muni eiga sér stað í Bárðarbungu. Þar sem kvikuinnskot eru algeng í íslenskum eldfjöllum eins og öðrum eldfjöllum.