Jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg

Í dag klukkan 10:51 UTC byrjaði jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var rúmlega 850 km frá Reykjavík og því fannst hún ekki á landi. Vegna fjarlægðinar frá landi er ómögurlegt að segja nákvæmlega hvað er að eiga sér stað á þessu svæði. Aðeins stærstu jarðskjálftanir mælast á mælanetum USGS og EMSC. Stærð jarðskjálftana var frá 4,6 til 4,8 samkvæmt ESMC. Dýpið var í kringum 10 km samkvæmt EMSC. Sú mæling er þó hugsanlega ekki nákvæm.

308986.regional.svd.20.03.2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem mældist. Hann er með stærðina 4,8 samkvæmt mælingu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Dýpið þarna er í kringum 2 til 3 km. Þannig þó svo að þarna væri eldgos. Þá mundi það alls ekki sjást á yfirborði sjávar. Frekari upplýsingar um stærsta jarðskjálftan er að finna hérna á vefsíðu ESMC.