Í morgun varð jarðskjálfti með stærðina 1,4 í Heklu. Þessi jarðskjálfti varð á 11,2 km dýpi samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Það er ómögurlegt að segja til um nákvæmlega hvað er í gangi þarna. Hinsvegar hefur Hekla yfirleitt ekki neina jarðskjálfta nema rétt fyrir eldgos. Þannig að þessi virkni verður að teljast mjög óvenjuleg.
Jarðskjálftinn í Heklu er merktur með appelsínugulum punkti. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í Heklu á þessari stundu. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni verður að teljast mjög óvenjuleg. Það eina sem hægt er að gera núna er að fylgjast með virkni í Heklu og sjá hvað gerist.