Tveir jarðskjálftar á reykjaneshrygg

Í nótt og gær urðu tveir jarðskjálftar á reykjaneshrygg. Þó nokkuð er á milli þessara jarðskjálfta, eða nokkur hundruð kílómetrar í mesta lagi. Þannig að þessir atburðir eru ekki tengdir. Heldur er hérna eingöngu um að ræða tilviljun. Þessir jarðskjálftar eru mjög langt frá landi og því er vonlaust að segja til um hvað er að valda þessari virkni á þessu svæði á reykjaneshryggnum.

309049.regional.svd.21.03.2013.mb5.4
Jarðskjálfti með stærðina 5,4 á reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta hérna á vefsíðu EMSC.

309084.regional.svd.21.03.2013.mb4.4
Jarðskjálfti með stærðina 4,3 á reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er hægt að finna hérna á vefsíðu ESMC.

Fjarlægð jarðskjálftans með stærðina 5,4 var rúmlega 1100 km frá Reykjavík, og síðan var fjarlægð jarðskjálftans með stærðina 4,3 rúmlega 850 km frá Reykjavík. Þannig að þessir jarðskjálftar áttu upptök sín á svæði sem er mjög langt frá landi og mjög afskekkt ef úti í það er farið.