Þrír jarðskjálftar í Heklu. Jarðskjálftahrina í Henglinum

Síðasta sólarhring hafa þrír jarðskjálftar átt sér stað í Heklu. Ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Þetta er bara jarðskjálftavirkni eins og er.

140324_1120
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna í Heklu. Gögnin eru nærri því í rauntíma.
Hérna er listi yfir vefmyndavélar sem vísa á Heklu.
Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.

Þessa stundina er veður slæmt á suðurlandinu og það gerir vöktun Heklu erfiðari.

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (23-Mars-2014) og í dag (24-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín í niðurdælingu vatns Orkuveitu Reykjavíkur á þessu svæði.

140324_1120
Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar hafa ekkert með eldstöðina Hengill að gera. Þar sem þetta eru eingöngu jarðskjálftar sem eiga upptök sín þegar köldu og menguðu vatni er dælt niður í jörðina þarna. Af þessum sökum eru jarðskjálftahrinur eins og þessar algengar á þessu svæði.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í gær (21-Mars-2014) varð djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er hluti af Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu). Stærð þessa jarðskjálfta var bara 1,4 en dýpið var 29,7 km. Staðsetning þessa jarðskjálfta var bara 10,4 NA af Hamrinum, ég er ekki viss hvort að þessi jarðskjálfti varð innan eldstöðvarinnar Hamarinn eða fyrir utan sjálfa eldstöðina.

140322_1915
Jarðskjálftinn í Hamrinum og jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem verða á þessu dýpi eiga upptök sín í kviku eða kvikuinnskotum sem eiga sér stað á þessu dýpi. Þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði er í kringum 40 km á þessu svæði útaf heita reitnum (annar tengill hérna). Rannsókn á þykkt jarðskorpunnar er að finna hérna (á ensku). Ástæðan fyrir þykkri jarðskorpu þarna er vegna heita reitsins, en virknin í honum hefur valdið því að jarðskorpan þarna er þykkari en annarstaðar á Íslandi. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamarinum varð í Júlí 2011. Það varði aðeins í nokkra klukkutíma og náði ekki upp úr jöklinum.

Jarðskjálfti í Heklu og djúpur jarðskjálfti í Kötlu

Þann 17-Mars-2014 klukkan 19:59 varð jarðskjálfti í Heklu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 1,0 og var á 9,1 km dýpi. Ég mældi þennan jarðskjálfta á jarðskjálftamælinn sem ég er við Heklu (tengill hérna). Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að Hekla sé að fara gjósa. Það veit enginn ennþá hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir.

140319_1810
Jarðskjálftinn í Heklu (blái depilinn) og síðan jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Þann 18-Mars-2014 klukkan 06:56 varð jarðskjálfti í Kötlu öskjunni. Stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 28,9 km. Hægt er að sjá jarðskjálftann í myndinni fyrir ofan, jarðskjálftinn er í miðri Kötlu öskjunni. Þessi jarðskjálfti lítur ekki út fyrir að vera mikilvægur og enginn órói kom í kjölfarið á honum.

alf.svd.19.03.2014
Enginn órói í Kötlu. Þarna sést aðeins vindur og brim af ströndinni. Toppurinn sem er þarna er jarðskjálfti í Goðabungu í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Styrkir: Ég vil minna fólk að styrkja endilega mínu vinna hérna. Takk fyrir.

Auglýsingar: Þar sem ég er ekki að fá nóg af styrkjum til þess að getað haldið mér uppi hérna. Þá verð ég því miður að setja aftur inn auglýsingar. Ég vil gjarnan vera án auglýsinga eins og ég útskýri hérna. Þetta er því miður bara ekki hægt hjá mér eins og er. Þar sem ég verð að hafa einhverjar aukatekjur af þessari vinnu minni og það er augljóst núna að styrkir eru ekki nægar tekjur fyrir mig til þess að halda þessari vinnu áfram bara á þeim grundvelli. Eins og staðan er hjá mér núna þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Hvað ég geri næstu daga til þess að komast af til mánaðamóta veit ég ekki ennþá.

Hvað með vinnu: Það eru margir sem segja að ég eigi bara að mér vinnu. Þar sem ég er hinsvegar með Asperger-heilkenni. Það þýðir að í venjulegu fyrirtæki á ég talsvert erfitt með að virka rétt (hef prufað þetta nokkrum sinnum og aldrei gengið). Ég get alveg unnið líkamlega. Það er hinsvegar erfiðara fyrir mig þegar það kemur að því hvernig vinnan er, taka við skipunum og síðan fást við félagslegu hlutina í vinnu. Ég hef og get unnið í skamman tíma en ég endist aldrei til lengri tíma. Vinna mundi einnig koma í veg fyrir að ég gæti fylgst með jarðskjálftum og eldfjöllum á Íslandi eins og ég geri í dag. Ég er einnig að skrifa og er nú þegar búinn að gefa út mína fyrstu smásögu (á ensku). Því miður er hún ekki að seljast vel eins og stendur. Þessa stundina er ég einnig að vinna í því að skrifa fleiri sögur, bæði á íslensku og ensku.

Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Gímsfjalli

Frá 20-Janúar-2014 hefur aukin leiðni verið að mælast í Skeiðará. Ástæður þess að aukin leiðni er að mælast í Skeiðará er vegna jarðhitavatns frá Grímsfjalli. Vatnsmagn hefur einnig verið að aukast í Skeiðará á sama tíma og leiðni hefur verið að aukast.

gigjukvisl.svd.14.03.2014.vedur.is
Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Grímsfjalli frá 20-Janúar-2014. Myndin er fengin af Facebook vefsíðu Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Leiðni mælist núna 416 µS/cm samkvæmt Veðurstofu Íslands og þykir það mjög hátt gildi fyrir Skeiðará. Þetta vatn fer í gegnum nokkur vötn á leiðinni til Gígukvíslur og áður en það kemur að mælinum. Því er líklegt að leiðni sé ennþá meiri við upptök Skeiðará við Vatnajökul. Engin sérstök jarðskjálftavirkni eða órói hefur komið fram í kjölfarið á þessari auknu leiðni í Skeiðará. Það er hugsanlegt að ís-skjálftar eigi sér núna stað í Vatnajökli vegna þessa aukna rennslis. Ef það er raunin þá er hægt að fylgjast með því hérna. Það er mjög lítið vatn í Grímsvötnum síðan það gaus þar árið 2011 (umfjöllun um það eldgos er að finna hérna á ensku). Eins og stendur er ekki búist við frekari virkni í Grímsfjöllum.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja þessa vefsíðu og mína vinnu. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal takkan eða leggja beint inn á mig samkvæmt upplýsingum sem er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Þrír jarðskjálftar í Heklu

Í dag (3-Mars-2014) mældust þrír jarðskjálftar í Heklu. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0.

140303_1620
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engar frekari breytingar hafa átt sér stað í Heklu á þessum tíma. Undanfarin ár hefur jarðskjálftavirkni átt sér stað í Heklu án þess að eldgos hæfist. Ég reikna ekki með að þetta verði eitthvað öðruvísi núna eins og er. Hægt er að fylgjast með virkni í Heklu hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með og síðan er hægt að fylgast með Heklu í mynd hérna. Ef það skildi eitthvað gerast sem mér þykir ólíklegt eins og staðan er í dag.

Styrkir: Hægt er að styrkja mína vinnu hérna. Annars sé ég fram á að vera mjög peninga-lítill í Mars þar sem örorkubætur eru mjög litlar og rétt duga eingöngu fyrir reikningum. Það er einnig hægt að kaupa mína fyrstu smásögu sem ég hef gefið út til sölu hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (26-Febrúar-2014) klukkan 08:06 og 08:12 urðu jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu með stærðina 3,4. Þessir jarðskjálftar fundust mjög greinilega í Ólafsfirði. Þessi jarðskjálftavirkni hófst á Mánudaginn og er ennþá í gangi þó með hléum.

140226_1505
Jarðskjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mynnieyjafj2014
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í fortíðinni ásamt nýrri jarðskjálftavirkni. Myndin er fengin héðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu er ennþá í gangi þó svo að ekkert hafi gerist síðan í morgun. Ég reikna með frekari virkni á þessu svæði. Það er þó ekki hægt að segja til um það hvenær næstu jarðskjálftar munu eiga sér stað á þessu svæði. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna (og hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands). Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,0 munu sjást á mínum jarðskjálftagröfum svo lengi sem veður er gott og skilyrði almennt góð. Því stærri sem jarðskjálftanir eru því betur munu þeir sjást á mínum jarðskjálftagröfum.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í dag (25-Febrúar-2014) klukkan 09:49 varð mjög djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er undir Bárðarbungu í GVP gagnagrunninum sem Loki-Fögrufjöll). Dýpi þessa jarðskjálfta var 29,6 km og stærð hans var 1,8. Jarðskjálftar á þessu dýpi verða vegna kvikuhreyfinga, frekar en vegna spennu í jarðskorpunni.

140225_2030
Jarðskjálftinn í Hamrinum sem hafði dýpið 29,6 km er staðsettur 12,5 km suður af Hamrinum (64,417 -17,605). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Hamrinum var í Júlí 2011 [sjá hérna á ensku]. Það eldgos var lítið og varði bara í örfáa klukkutíma en olli jökulflóði úr Vatnajökli. Það hefur verið rólegt í Hamrinum síðustu mánuði en virkin virðist vera að aukast núna hægt og rólega. Eins og stendur eru þetta bara jarðskjálftar á miklu dýpi. Það er mikil virkni í Hamrinum þó ekki séu þar stöðug eldgos eins og er, ástæðan er sú að Hamarinn er nærri því beint yfir miðju heita reitsins á Íslandi sem veldur eldgosum á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (24-Febrúar-2014) klukkan 06:49 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari er með stærðina 3,0. Þó er þessari jarðskjálfthrinu líklega ekki lokið eins og stendur.

140224_1720
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mitt mat að þessari jarðskjálftahrinu er ekki lokið. Þar sem þetta virðist vera framhald af jarðskjálftahrinunni sem hófst í Október-2012. Það er erfitt að segja til um það hvenær næstu jarðskjálftar yrðu, þar sem það geta komið löng tímabil þar sem ekkert gerist í þessari jarðskjálftahrinu. Það er ekki vitað afhverju þetta brotabelti hagar sér með þessum hætti. Hægt er að fylgjast með þessari jarðskjálftahrinu hérna á vefsíðu hjá mér sem er með jarðskjálftamælana. Jarðskjálftagröfin eru uppfærð á fimm mínútu fresti.

Tveir litlir jarðskjálftar í Húnaþingi Vestra

Einstaka sinnum mæli ég jarðskjálfta sem koma ekki inn á jarðskjálftamæla Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru mjög langt frá jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands og að auki mjög litlir að stærð. Það veldur því að þeir sjást einfaldlega ekki í kerfinu þeirra. Mínir jarðskjálftamælar geta mælt jarðskjálfta niður í ML-2,0 ef aðstæður eru góðar og veður er gott, einnig þarf viðkomandi atburður að vera nægjanlega nálægt jarðskjálftamælinum svo að hann mælist. Jarðskjálftanir sem ég mældi þann 20-Febrúar-2014 voru stærri en ML0,0. Ég veit því miður ekki nákvæma stærð þessara jarðskjálfta vegna þess hugbúnaðar sem ég er að nota. Fyrsti jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 12:36.

140220.123600.bghz.psn
Fyrri jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Bjarghúsum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,1 til 0,5. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.123600.bhrz.psn
Fyrri jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,1 til 0,5. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Seinni jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 18:41 og var sá jarðskjálfti örlítið stærri en sá fyrri.

140220.184113.bghz.psn
Seinni jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Bjarghúsum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,8 til 1,2. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184100.bhrz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,8 til 1,2. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184113.bghn.psn
Allar þrjár rásirnar. Þetta er jarðskjálftamælirinn í Bjarghúsum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184100.bhrn.psn
Allar þrjár rásirnar. Þetta er jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég hef ekki mælt fleiri jarðskjálfta á þessu svæði síðan þessir atburðir komu fram. Síðast varð jarðskjálfti sem ég mældi í Húnaþingi Vestra árið 2006 þegar ég bjó á Hvammstanga. Árið 2006 var ég bara með einn jarðskjálftamæli á Hvammstanga þegar ég bjó þar. Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað á þessu svæði. Þar sem það er erfitt að vita það með vissu, mér þykir það hinsvegar ólíklegt að slíkt muni gerast. Ef frekari jarðskjálftar munu eiga sér stað þá verður hægt að sjá jarðskjálftana á jarðskjálftavefnum mínum.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu tvo daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni 1,0 eins og er.

140217_1150
Jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar þekkt í sögunni að eldgos geta átt sér stað snemma í Kötlu. Samkvæmt heimildum þá var eldgos í Maí árið 1721 og varði það eldgos fram í Október sama ár (+- 45 dagar). Það er ekki vitað til þess að eldgos í Kötlu hafi átt sér stað, það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkt vegna skorts á heimildum frá fyrri eldgosum.

Styrkir: Ef fólk getur styrkt mína vinnu þá er það vel þegið. Það er hægt að styrkja mig beint hérna eða með því að nota Paypal takkann hérna til hliðar. Staðan er orðin sú að ég er mjög blankur eins og er og restin af mánuðinum verður mjög erfið fái ég ekki neina styrki. Ég hef einnig gefið út mína fyrstu smásögu sem hægt er að lesa hérna á Kobo. Smásagan kostar $6,99 + íslenskur vaskur (VSK) ef einhver er. Takk fyrir stuðninginn.