Staðan í Bárðarbungu klukkan 19:41

Styrkir: Ég vil minna fólk að styrkja mína vinnu ef það getur. Ef fólk smellir á Amazon auglýsinganar þá gildir hver smellur í 90 daga, en ég fæ aðeins tekjur af hverri sölu í gegnum Amazon en ekki af hverjum smelli.

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar á mjög skömmum tíma.

Ég skipti núna upplýsingum um Bárðarbungu. Þar sem mjög mikið af upplýsingum er til staðar um stöðuna í Bárðarbungu núna. Þetta mun leyfa mér að fjalla betur um stöðuna í Bárðarbungu eftir því sem líður á atburðina í Bárðarbungu.

140820_1755
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin minnkaði aðeins í gær (19-Ágúst-2014) en jókst aftur í dag (20-Ágúst-2014). Það er einnig áhugavert er að jarðskjálftavirkni hefur aukist í öskju Bárðarbungu. Askjan er full af jökli sem er 700 metra þykkur og eldgos þar yrði einstaklinga slæmt. Stærstu jarðskjáfltanir sem hafa orðið (þegar þetta er skrifað) hafa náð stærðinni 3,2 og stærðinni 3,0. Yfir 700 jarðskjálftar hafa mælst í dag samkvæmt bestu tölum sem ég hef núna.

140820_1755_trace
Jarðskjálftavirknin er mjög mikil síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.20.08.2014.at.18.10.utc
Óróinn er ennþá mjög mikill eins og sést á Dyngjuháls SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sá mikli órói sem ennþá að mælast þýðir að mikil kvika er ennþá að streyma inn í Bárðarbungu eldstöðina af miklu dýpi. Það eru smá sveiflur í þessu flæði og kemur það bæði fram í örlítið lægri óróa á mælum Veðurstofunnar og í örlítið færri jarðskjálftum. Jarðskjálftagögn sýna að kvikan er að þrýsta sér leið norð-austur mjög hægt. Það er óljóst hversu mikla kviku jarðskorpan þarna tekur við og hversu langan tíma það tekur fyrir kvikuna að fylla þetta rými sem þarna er til staðar. Ég sé einnig á mínum jarðskjálftamælum vísbendingar um það að kvika sé farin að leita sér að leið upp á yfirborðið.

140820.005800.hkbz.psn
Lágtíðniskjálfti sem varð í Bárðarbungu í dag (20-Ágúst-2014) klukkan 00:58. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfinu. Sjá CC leyfi síðunar fyrir frekari upplýsingar.

Þetta er lágtíðnijarðskjálfti. Slíkir jarðskjálftar verða til þegar kvika brýtur sér leið í jarðskorpunni, yfirleitt upp á yfirborðið. Þegar kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið þá losnar gas úr kvikunni og það veldur þessari lágtíðni sem sést í jarðskjálftanum. Þetta þýðir að eitthvað af kviku er farið að brjóta sér leið upp á yfirborðið, en er augljóslega ekki komið upp á yfirborðið (þegar þetta er skrifað) þar sem eldgos er ekki hafið. Kvikan á þessu svæði er undir miklum þrýsting, þar sem að jökulinn er að minnsta kosti 600 metra þykkur á þessu svæði auk þrýstings frá jarðskorpunni.