Staðan í Bárðarbungu klukkan 16:33

Þetta hérna er stutt færsla um stöðu mála í Bárðarbungu. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar fljótt.

Það hefur lítil breyting átt sér stað í Bárðarbungu síðan í gær (18-Ágúst-2014), en jarðskjálftavirkni hefur verið að færast norð-austur samkvæmt mælingum en fjöldi jarðskjálfta er sá sami í dag og í gær. Jarðskjálftahrinan er komin nærri Kverkfjöllum, en er ennþá innan sprungusveims Bárðarbungu. Ég veit ekki hvað gerist ef kvika frá Bárðarbungu kemst í snertingu við kviku sem er í Kverkfjöllum.

140819_1545
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundir. Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140819_1545_trace
Það hefur verið mikil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag hefur haft stærðina 3,1 eins og áður segir. Eins og staðan er núna þá hafa ekki komið fram fleiri jarðskjálftar með þessa stærð ennþá. Það gæti þó breyst án fyrirvara.

dyn.svd.19.08.2014.at.15.59.utc
Óróinn er ennþá mikill á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Þó svo að ekkert eldgos sé hafið í Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju þessi órói kemur fram, hugsanlegt sé að þetta sé vegna kvikuhreyfinga í jarðskorpunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróinn sýnir mjög greinilega þá púsla sem hafa orðið í Bárðarbungu síðan þessi virkni hófst. Þetta virðist virka þannig að þegar óróinn minnkar þá dregur úr jarðskjálftavirkni, og þegar óróinn eykst þá eykst jarðskjálftavirknin. Það hefur þó gerst að jarðskjálftavirknin hefur fyrst aukist og síðan hefur óróinn aukist í kjölfarið.

DYNC_3mrap.svd.strokkur.raunvis.hi.is.svd.19.08.2014.at.13.06.utc
GPS gögn sýna mikið innstreymi kviku í Bárðarbungu. Hægt er að finna fleiri gögn hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

GPS gögn sýna að innflæði kviku í Bárðarbungu er mjög mikið og snöggt. Þar sem þessi gögn eru aðeins fyrir nokkra daga (heildartímabilið er 3 mánuðir). Ég reikna með að frekari þensla muni eiga sér stað á næstu dögum. Ég veit ekki hversu mikla þenslu þarf að eiga sér stað áður en eldgos hefst.

GFUM_3mrap.strokkur.raunvis.hi.is.svd.19.08.2014.at.13.34.utc
Þenslan í Bárðarbungu sést einnig vel á GPS mælinum sem er á Grímsfjalli. Hægt er að finna fleiri gögn hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

Eins og stendur þá bendir ekkert til þess að draga sér úr þessari virkni. Ég veit ekki hvenær þetta mun enda í eldgosi. Fyrir þá sem eru að leita að vefmyndavélum af Bárðarbungu, þá hefur Míla sett upp nýja vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.

One Reply to “Staðan í Bárðarbungu klukkan 16:33”

  1. Virkilega flott síða Jón Frímann. En mest af þessum upplýsingum eru „gamlar“ því þær hafa þegar komið fram á vef Veðurstofu Íslands sýnist mér. En gaman að sjá annan vinkil á þessum fréttum.
    Takk.

Lokað er fyrir athugasemdir.