Jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Öskju

Í dag (27-Ágúst-2014) klukkan 01:26 varð jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Öskju. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Öskju síðan árið 1992 samkvæmt fréttum. Eins og stendur eru minni jarðskjálftar að eiga sér stað í Öskju, en það eru jarðskjálftar sem eru mun minni en þessi atburður.

140827_1100
Jarðskjálftinn í Öskju er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öskju virðist eiga sér stað vegna breytinga á stressi í jarðskorpunni. Þær breytingar eiga uppruna sinni í þeirri virkni sem núna er í Bárðarbungu og kvikuinnskotinu sem kemur þaðan. Ég reikna með að frekari jarðskjálftar verði á þessu svæði næstu daga og mánuði vegna þessara spennubreytinga sem núna eiga sér stað í jarðskorpunni. Það er möguleiki á því að einhverjir af þessum jarðskjálftum fari yfir stæðina 5,0. Þessi jarðskjálfti sást á jarðskjálftamælinum mínum og er hægt að sjá hann hérna.