Staðan í Bárðarbungu klukkan 02:05

Þetta hérna er stutt uppfærsla á stöðinni í Bárðarbungu. Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt.

  • Virknin er óbreytt í Bárðarbungu að mestu leiti. Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil við norður enda kvikuinnskotsins. Það eru ennþá að mælast í kringum 1000 jarðskjálftar á hverjum degi.
  • Samkvæmt Veðurstofunni þá virðist sem að kvikuinnskotið sé hætt að lengjast.
  • Stærsti jarðskjálfti síðan árið 2008 átti sér stað í Bárðarbungu þann 26-Ágúst-2014 klukkan 01:26 með jarðskjálfta sem hafði stærðina 5,7. Annar jarðskjálfti með stærðina 4,6 átti sér stað klukkan 11:56 rúmlega 20 km austan við Trölladyngju. Sá jarðskjálfti fannst á Akureyri samkvæmt fréttum. Klukkan 00:19 þann 27-Ágúst-2014 varð jarðskjálfti með stærðina 5,3 í Bárðarbungu.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Bárðarbungu.
  • Það er mín skoðun að það eru auknar líkur á eldgosi í Bárðarbungu eftir 5,7 jarðskjálftann í Bárðarbungu. Ég veit auðvitað ekki hvort að slíkt eldgos mun eiga sér stað. Hinsvegar þykir mér það líklegasta niðurstaðan miðað við þá stöðu sem er kominn upp.

Jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu þann 26-Ágúst-2014 klukkan er stærsti jarðskjálfti á Íslandi síðan 2008. Þegar jarðskjálfti með stærðina 6,3 varð á suðurlandi milli Selfoss og Hveragerðis. Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil í norður enda kvikuinnskotsins og þann 26-Ágúst-2014 varð stærsti jarðskjálftinn þar með stærðina 4,6. Auk fjölda annara jarðskjálfta sem voru stærri en 3,0.  Það mælast ennþá meira en 1000 jarðskjálftar á hverjum degi þar sem kvikuinnskotið er núna, sem er rúmlega 20 km austur af Trölladyngju.

140827_0100
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er ennþá mjög mikil. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140827_0100_trace
Hérna sést hversu þétt jarðskjálftavirknin raunverulega er í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.26.08.2014.at.22.30.utc
Óróinn er ennþá mikill vegna kvikinnstreymis í kvikuinnskotið í Bárðarbungu. Þetta er SIL stöðin á Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.26.08.2014.at.22.31.utc
Óróinn kemur einnig vel fram á Kreppuhrauni SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.26.08.2014.at.22.25.utc
GPS mælingar sýna að það er mjög mikil kvika að flæða inn í kvikuinnskotið þessa stundina. Hægt er að skoða frekari GPS mælingar hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

140826.012538.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 5,7 kom mjög vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140826.012500.bhrz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 5,7 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Þessi stóri jarðskjálfti hefur sagt mér eitt. Það er mun meiri kvika undir Bárðarbungu en er núna að koma út úr kvikuhólfinu. Hversu mikið af þessari kviku getur í raun valdið eldgosi veit ég ekki. Aftur á móti segir skortur á útslagi mér það að kvikan er í Bárðarbungu, þar sem útslagið á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum er mun minna heldur en það ætti að vera, og miðað við það útslag sem ég fæ á jarðskjálftamælinn í Heklubyggð. Það sem er einnig að valda vandræðum er sú staðreynd að askja Bárðarbungu er full af 700 metra þykkum jökli sem veldur miklum þrýstingi á kvikuhólfi Bárðarbungu. Það sem kvikan mun gera er að skjótast norður og suður með fyrst, þar sem það er einfaldara að fara til hliðar en upp vegna þrýstings frá jöklinum. Hversu mikill þrýstingur þarf að vera á kvikunni til þess að valda eldgosi í sjálfri öskju Bárðarbungu veit ég ekki, það eina sem ég veit er að þrýstingurinn þarf að vera mjög mikill til þess að yfirvinna þrýstinginn frá jöklinum í öskjunni.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með. Þar koma stærstu jarðskjálftar mjög vel fram. Hægt er að skoða jarðskjálftavefsíðuna mína hérna.

Grein uppfærð klukkan 02:13.