Gleðileg jól

Ég óska lesendum mínum og öllum öðrum gleðilegra jóla og að vona að þeir hafi að gott yfir jólahátíðina.

Ég vil einnig þakka þeim sem hafa styrkt mig við að halda þessari vefsíðu gangandi þar sem án stuðnings þeirra þá væri ég ennþá blankari en ég er í dag.

Gleðileg jól. 🙂

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í nótt klukkan 05:36 hófst jarðskjálftahrina í Henglinum. Aðeins fleiri en tugur jarðskjálfti varð í þessari jarðskjálftahrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kláraðist klukkan 05:57 og virðist eiga uppruna sinn í flekahreyfingum. Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík, Hveragerði og Selfossi.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með því að nota PayPal takkana eða millifæra beint á mig. Upplýsingar um það hvernig er hægt að millafæra inná mig er að finna hérna á Styrkir vefsíðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Tímaáætlun fyrir nýjar greinar um Jól 2017

Hérna er áætlun um það hvenær ég mun skrifa nýjar greinar ef eitthvað gerist á Íslandi um jólin 2017.

23 Desember. Venjuleg greinarskrif ef eitthvað gerist.
24 Desember. Ein sjálfvirk grein. Annars engar nýjar greinar.
25 Desember. Engar nýjar greinar.
26 Desember. Engar nýjar greinar.
27 – 30 Desember. Venjuleg uppfærsla á greinum ef eitthvað gerist.
31 Desember. Engar nýjar greinar.
1 Janúar 2018. Ein sjálfvirk grein. Engar nýjar greinar.
2 Janúar (fram að næstu hátíðarhöldum). Venjuleg greinarskrif ef eitthvað gerist.

Jarðskjálfti með stærðina 4,3 á Reykjaneshrygg í dag (19.04.2017)

Í dag klukkan 12:34 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti fannst í Keflavík og á nálægum svæðum. Hrina eftirskjálfta kom fram í kjölfarið og voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin rekvirkni sem á sér stað á Reykjaneshrygg og hefur slík jarðskjálftavirkni verið í gangi undanfarnar virkur á Reykjaneshrygg djúpt suður af Íslandi. Það er góður möguleiki á því að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Gleðilegt nýtt ár 2017

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs 2017 og vona að það ár verði gott og hafi ekki alltof marga upp og niðurtíma. Fyrir mér hefur árið 2016 verið mjög erfitt þar sem ég missti bæði afa minn og síðan stjúpföður á þessu ári. Afi minn varð 85 ára gamall og dó úr krabbameini en stjúpföður minn varð bráðkvaddur á miðju sumri en hann varð 57 ára gamall. Þessi andlegu ör sem þessir atburðir skilja eftir sig munu gróa en það mun taka langan tíma fyrir þau ör að dofna.

Ég get ekki sagt að árið 2016 hafi verið rosalega gott fyrir mig. Ég vona hinsvegar að árið 2017 verði betra hjá mér og öllum sem eru þarna úti. Ég óska því öllum gleðilegs nýs árs 2017 og vona að næstu 365 dagar verði góðir hjá fólki.

Áætlun fyrir nýjar greinar

31-Desember: Engar nýjar greinar nema stór jarðskjálftahrina eða eldgos verði.
1-Janúar, 2017: Sama og að ofan.
2-Janúar, 2017: Venjulegar uppfærslur ef eitthvað er að gerast.

Gleðileg jól

Ég óska öllum gleðilegra jóla og ég vona að fólk hafi það gott um jólin.

Áætlun fyrir nýjar greinar

24-Desember-2016: Engar nýjar greinar nema að það verði eldgos eða stór jarðskjálftahrina.
25-Desember-2016: Sama og að ofan.
26-Desember-2016: Sama og að ofan.
27-Desember-2016: Venjulegur dagur ef eitthvað gerist.

Takk fyrir stuðninginn og skilninginn

Ég vil þakka lesendum mínum skilning á þeim aðstæðum sem komu upp hjá mér þegar faðir minn varð bráðkvaddur þann 11 Júlí 2016. Þetta er mikið áfall og það mun taka talsverðan tíma fyrir mig að vinna úr því. Þetta er því miður raunveruleikinn og ekki hægt að en að lifa með því sem orðið er.

Lífið heldur áfram hjá mér og verður að gera það. Hinsvegar verður lífið aldrei eins hjá mér vegna þessa fráfalls og ég verð bara að lifa með því.

(Það skal tekið fram að hérna er um að ræða uppeldisföður minn en ekki líffræðilegan föður minn.)

Grímsvötn undirbúa næsta eldgos

Miðvikudaginn 25-Maí-2016 varð lítil jarðskjálftahrina í Grímsvötnum. Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað náðu stærðinni 1,0. Það er möguleiki á því að eitthvað af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað hafi verið ísskjálftar, ég er hinsvegar efins um að það hafi alltaf verið tilfellið.

160526_1330
Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan árið 2011, eftir síðasta eldgos þá hafa Grímsvötn verið að undirbúa næsta eldgos. Það eldgos sem varð árið 2011 var það stærsta í 140 ár. Meðal tíminn milli eldgosa í Grímsvötnum er í kringum 5 til 7 ár, miðað við þekkta eldgosa sögu. Það er ekki hægt að segja til um það hversu langt er í næsta eldgos, hinsvegar benda gögn og mælingar til þess að það sé ekkert svo rosalega mörg ár í næsta eldgos, þó ekki sé hægt að segja til um það með neinni vissu. Hægt er að skoða GPS gögn og fleira hérna.