Aukið gasútstreymi og jarðhiti í Grímsfjalli

Samkvæmt frétt á Vísir í gær (10-Júní-2020) hefur orðið vart við aukið útstreymi gass og aukin jarðhita í Grímsfjalli á síðustu mánuðum. Þessu hefur fylgt aukin jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Samkvæmt fréttinni þá er aukin hætta á eldgosi í kjölfarið á jökulflóði frá Grímsvötnum þegar þrýstingum léttir af kvikunni.


Uppsöfnuð orka jarðskjálfta í Grísmfjalli síðan eldgosinu 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er búist við því að næsta eldgos í Grímsfjalli verði hefðbundið eldgos en eldgosið í Maí 2011 var stærsta eldgos í Grímsvötnum í 138 ár. Þá hafði síðast orðið eldgos af þessari stærð í Grímsfjalli árið 1873 og þá tók Grísmfjall 10 ár að verða tilbúið fyrir næsta eldgos.

Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Þórðarhyrna en vegna skorts á gögnum þá er óljóst hvað það þýðir. Síðasta eldgosi í Þórðarhyrnu lauk 12 Janúar 1904.

Frétt Vísir

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum

Flutningi til nýrrar hýsingar lokið

Þá er flutningi til nýs vefhýsingaraðila lokið en þessi vefhýsing er á Íslandi er rekin af 1984.is. Flutningurinn hefur að mestu leiti verið án vandamála en að flytja íslenska vefinn tafðist aðeins vegna þess að ég var blankur í nokkra daga og hafði ekki efni á að kaupa lénið fyrir vefsíðuna. Flutningurinn var að mestu leiti án mikilla vandræða en síðustu 7 ár hefur vefsíðan verið hýst á cpanel/CenOs hýsingu sem er allt annað en það sem er notað hjá 1984.is. Ég á ennþá eftir að fínstilla eitt og annað hérna en hægt er að tilkynna um vandamál og galla hérna.

Þekkt vandamál

Vandamál búið er að leysa

Það kemur upp ssl viðvörun ef fólk fer inná https://wwww.eldstod.com. Þetta er villa sem er hægt að hunsa með öruggum hætti. Ég veit ekki afhverju þetta kemur svona en ég er að reyna að leita að lausn á þessu vandamáli.

Það virðist vera búið að leysa þetta ssl vandamál.

Ekki á internetinu

Vegna tæknilegra vandamála þá get ég ekki verið með jarðskjálftagröfin tengd þessa stundina. Þar sem slíkt mun þurfa sérstaka tölvu til að sjá um þá vefsíðu heima hjá mér og sérstaka uppsetningu í kringum það. Ég veit ekki hvenær ég get sett þá vefsíðu upp en ég er að vonast til þess að það taki ekki lengur en til September að koma því aftur í gagnið. Þegar jarðskjálftagröfin komast aftur á internetið þá verða þau á sínu sér undirléni við þessa vefsíðu. Það verður auglýst þegar jarðskjálftagröfin komast aftur í loftið hjá mér.

Uppfært 18-Júní-2020 klukkan 23:49.

Flutningur til nýs hýsingaraðila

Í Júní mun ég flytja vefsíðuna yfir til nýs hýsingarðila. Þetta er gert vegna þess að nýi hýsingaraðilinn er mun ódýrari en sá sem ég er núna með. Þar sem þetta er hinsvegar flóknari flutningur en venjulega þá er hætta á niðurtíma á meðan flutningurinn stendur yfir. Nýja hýsingin er á Íslandi og er mun ódýrari en sú hýsing sem ég hef verið með í Bandaríkjunum.

Á Íslandi mun ég eingöngu borga 1282 kr á mánuði (tilboð fyrir nýjar hýsingar, mun kosta 1832 kr á mánuði frá og með næsta ári) miðað við rúmlega 32.000 kr á mánuði fyrir hýsinguna í Bandaríkjunum. Ég er að færa mig yfir til 1984.is á Íslandi frá Hostdime U.S í Bandaríkjunum.