Breytingar í eldgosinu í Fagradalsfjalli

Þetta er lítil uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Frá 22-Júní til 29-Júní fóru að koma fram breytingar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Í staðinn fyrir að það væri stöðugur straumur af hrauni úr gígnum þá fór að bera á því að hraunstreymið væri stopult og óróinn sem fylgir eldgosinu fór einnig að breytast. Það stig endaði þann 29-Júní um klukkan 19:30 þegar virknin fór að aukast aftur. Það virðist sem að magn hrauns sem kemur upp núna hafi meira en tvöfaldast, miðað við það sem er að sjá á vefmyndavélum (þegar svæðið er ekki falið í þoku).

Það er hugsanlegt að nýr gígur hafi opnast rétt sunnan við stóra gíginn í hrauninu þar. Þetta er rétt við stóra gíginn sem gerir staðfestingu mjög erfiða. Það hefur sést í hraun koma þar upp í slettum. Það er einnig möguleiki að þessi gígur sé nú þegar hættur að gjósa eftir nýjustu breytingar. Ég hreinlega veit ekki stöðuna eins og er.

Það hefur aðeins sést í hraunstrókavirkni í dag og þá sérstaklega síðustu klukkutíma eftir því sem virknin eykst á ný í eldgosinu. Þegar virknin er sem mest þá flæðir hraun núna út um allar hliðar gígsins en það gerðist ekki áður í eldgosinu. Það er eins og virknin detti alveg niður milli þess sem hraunflóð eiga sér stað úr gígnum. Ég veit ekki hvort að þetta er varanleg breyting eða bara tímabundin breyting á eldgosinu. Það gæti tekið margar vikur áður en hraunflæðið verður stöðugt úr gígnum á ný.

Það hefur komið fram í fréttum að meirihlutinn af hraunflæðinu á sér stað neðanjarðar og flæðir hraunið beint út í hraunbreiðuna þar sem það safnast saman í hrauntjarnir áður en það flæðir niður í Meradali, Geldingadali (fullur af hrauni) og síðan Nátthaga.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021. Þetta eldgos telst ennþá vera hluti af eldgosi í Krýsuvík-Trölldayngja eldstöðvarkerfinu en það gæti breyst í framtíðinni.

  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.
  • Meirihlutann af vikunni þá hefur hraunið flætt um hraungögn sem ekki hafa sést á yfirborðinu að miklu leiti. Í dag (18-Júní) breyttist það aftur og er hraun núna á yfirflæði úr gígnum.
  • Gígurinn er óstöðugur og eru hraun algeng úr honum. Sérstaklega innan í gígnum en það er hugsanlegt að allt það magn hrauns sem er í gígnum haldi innri hlutum gígsins uppi eins og er.
  • Hraun þekur núna allan Nátthaga og er hraunið á leið úr Nátthaga á næstu klukkutímum til dögum. Það verður ekki gerð nein tilraun til þess að stöðva framgagn hraunsins fram í sjó og yfir Suðurstrandarveg.
  • Geldingadalir eru fullir af hrauni og er komið aðeins yfirflæði í hraunið sem er þar. Það er hætta á að hraun flæði inn í Nátthagakrika og það var ýtt upp smá varnargarði til þess að tefja það ferli. Það er óljóst hvort að það virkaði. Eins og er þá hefur hraun ekki farið í þá áttina.
Hraun flæðir úr gígnum í appelsínugulum lit yfir á eldra hraun sem er í kringum gíginn. Gas kemur upp úr gígnum og rekur til norður.
Hraun flæðir upp úr gígnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.
Horft niður í Nátthaga en sést illa vegna gasmóðu sem er í dalnum. Það sést glitta í bíl í fjarlægð. Ásamt því að aðeins sést í hraunið sem er á leiðinni úr dalnum.
Nátthagi og hraunið í dalsbotninum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.

Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Næsta uppfærsla ætti að vera þann 25-Júní-2021.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 11-Júní-2021

Þetta verður ekki löng uppfærsla þar sem það hafa ekki orðið miklar breytingar á eldgosinu síðustu vikuna. Hérna er yfirlit yfir helstu breytingar sem hafa orðið. Fagradalsfjall er hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.

  • Gígurinn er hægt og rólega að lokast og kvikustrókavirkni er hætt eða orðin mjög lítil þegar þessi grein er skrifuð.
  • Gígurinn er núna í kringum 100 metra hár. Dýpi hraunsins er frá 10 metrum upp í 70 metra en þykktin veltur á staðsetningu hraunsins. Það er til kort af þessu en af höfundarréttarástæðum þá get ég ekki sýnt kortið hérna.
  • Flæði hraunsins er núna stöðugt og á sér ekki eingöngu stað þegar yfirflæði verður í gígnum.
  • Það er hugsanlegt að hrauntjörn sé að myndast í gígnum, staðan á slíku er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það á sér stað yfirflæði í gígnum en megin flæði hrauns á sér stað neðanjarðar í hraunrásum sem teygja sig út í hraunið og mynda hrauntjarnir sem bresta reglulega og stækka þannig jaðar hraunsins reglulega og handahófskennt.
  • Í dag (11-Júní-2021) fór fólk sem verður að teljast hálfvitar útá hraunið til þess að komast á útsýnishólinn (Gónhól) og síðan fór ein manneskja að ganga í brekkum gígsins og varð næstum því undir hrauni þegar hraunflóð fór af stað. Hægt er að sjá myndband af því hérna á vefsíðu Morgunblaðsins. Hraunflæðið er rúmlega í mannshæð og ef manneskja fer undir hraun þá er ekkert hægt að bjarga viðkomandi.
  • Á meðan yfirborð hraunsins er einöngu frá 50C til 100C þá þarf ekki að fara mjög djúpt til þess að komast í hraun sem er 900C og ef farið er inn í hraunrás þá er hraunið þar rúmlega 1100 gráðu heitt.
  • Í gær (10-Júní-2021) varð breyting í óróanum og eldgosinu sem heldur áfram. Þetta er vísbending um hugsanlega varanlega breytingu á eldgosinu. Hvað þetta þýðir er óljóst eins og er.

Það eru engar frekari upplýsingar eins og er. Næsta uppfærsla ætti að eiga sér stað þann 18-Júní-2021 ef ekkert gerist í þessu eldgosi. Annarstaðar á Íslandi er rólegt eins og er.

Óróinn í eldgosinu í Fagradalfjalli eins og hann kemur fram á SIL stöðinni Meradalir. Það eru línur sem er blá, græn og fjólublá sem sýna óróann sem þykkar línur. Frá 10-Júní breytist óróinn og verður minni um smá tíma en verður síðan sveiflukenndur með stórum oddum á óróaplottinu.
Óróinn í eldgosinu í Fagradalsfjalli frá SIL stöð sem er nærri eldgosinu í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 5-Júní-2021

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Fagradalsfjalli vikuna 28-Maí-2021 til 5-Júní-2021. Hérna er um að ræða eldstöðvarkerfið Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Gígurinn heldur áfram að stækka. Það virðist sem að gígurinn stækki með því að það hrinur innan í honum og þá stækkar hann útá við í látunum sem fylgja í kjölfarið. Núverandi hæð gígsins er milli 300 til 500 metrar. Þetta er samt mjög illa metið í gegnum vefmyndavélar.
  • Það svæði sem hefur verið mest notað til þess að horfa á eldgosið er núna lokað þar sem hraun hefur flætt yfir gönguleiðina sem þar er.
  • Vegna þess þá er núna hætta á því að vestari varnargarðurinn fari fljótlega undir hraun og þá flæðir meira hraun niður í Nátthaga.
  • Hraunið fer ekki mjög langt en það hleðst upp í staðinn og á svæðum er þykktin orðin nokkur hundruð metrar miðað við það landslag sem þarna er.
  • Ef að eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera þá mun allt svæðið fara undir hraun á næstu 6 til 10 mánuðum. Þar sem hraunið mun bara halda áfram að hlaðast upp þarna.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka.

Það eru engar aðrar fréttir af eldgosinu sem ég veit um. Eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera síðan það hófst þann 19-Mars-2021. Annarstaðar á Íslandi hefur verið mjög rólegt og lítið gerst og ekkert fréttnæmt.

Vegna hausverks sem ég var með síðustu 12 klukkutímana þá er þessi grein aðeins seinna á ferðinni en venjulega.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 21-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan síðasta grein var skrifuð um eldgosið. Þetta eldgos hefur núna varða í tvo mánuði og nokkra daga betur og sýnir engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka.

  • Hraunstrókavirkni heldur áfram eins og hefur verið undanfarin mánuð.
  • Magn hrauns sem er að koma upp hefur aukist í rúmlega 11m3 úr 5m3 þegar eldgosið hófst.
  • Hraunið er núna á leiðinn til sjávar með því að fara niður Nátthagadal. Það er verið að reyna að stöðva það hraun með því að setja upp varnargarða. Það er mín persónulega skoðun að það mun ekki virka og að mestu tefja hraunið sem á einnig eftir að fara yfir hæð sem er þarna á svæðinu og er fyrir hrauninu hvort sem er. Þetta mun taka nokkra daga til viku í mesta lagi fyrir hraunið að fara yfir varnargarðana og hæðina sem er þarna. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunflæði er í þessa átt. Stefna hrauns getur breyst án nokkurs fyrirvara og breytist stöðugt.
  • Meirihlutinn af hrauninu fer núna niður í Meradali og mun líklega gera það í talsverðan tíma í viðbót. Þegar hraunið fer niður í Meradali þá eru engir innviðir í hættu eins og er.
  • Vart hefur orðið SO2 mengunar á suðurlandi síðustu daga. Í gær (20-Maí-2021) varð einnig vart við mikla stöðuspennu vegna eldgossins en það olli sem betur fer ekki neinni eldingarvirkni á svæðinu þar sem eldgosið er, en hættan var til staðar í talsverðan tíma í gær.

Það eru engar frekari fréttir af eldgosinu og það hefur verið rólegt á öðrum stöðum á Íslandi þessa vikuna.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 15-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem tilheyrir eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

Það eru ekki miklar breytingar á eldgosinu og hefur það verið mjög svipað og undanfarnar vikur. Það sem hefur verið að breytast undanfarið er að magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu hefur aukist um 70% síðan eldgosið hófst þann 19-Mars samkvæmt fréttum frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

  • Eldgosið heldur áfram í einum gíg eins og hefur verið undanfarnar vikur. Núna koma hinsvegar miklir kvikustrókar upp í eldgosinu með reglulegu millibili þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu kvikustrókanir ná hæðinni að 400 til 500 metra hæð yfir gígnum. Þessir kvikustrókar sjást því vel frá Reykjavík og öðrum nálægum bæjarfélögum.
  • Hraunið er mjög nálægt því að komast niður í Nátthagadal og er núna verið að gera tilraun til þess að stöðva framvindu hraunsins. Ástæðan er að nærri Náttagadal er ljósleiðari og suðurstrandarvegur sem má ekki fara undir hraun. Ég reikna fastlega með því að tilraunir til þess að stöðva rennsli hraunsins niður í Nátthaga takist ekki þegar hraunið fer aftur að renna í átt að Nátthaga.
  • Stærsti gígurinn er núna í kringum 50 til 90 metra hár. Hæð gígsins er alltaf að breytast vegna þess að það hrynur stöðugt úr gígnum, bæði innan hans og utan. Þetta ferli hruns virðist vera hægt og rólega að stækka gíginn.
  • Kvikan sem er núna að koma upp er að koma upp af ennþá meira dýpi samkvæmt mælingum Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Samkvæmt breytingum á efnasamsetningu sem kemur fram í hrauninu.
  • Það eru engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka fljótlega.

Það er erfitt að segja til um það hvað gerist næst í þessu eldgosi. Það er möguleiki á því að nýir gígar opnist fyrir utan núverandi gígalínu sem er að mestu hætt að gjósa, fyrir utan einn gíg. Á meðan eldgosið í Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa þá er mjög erfitt að vita hvað gerist næst.

Myndasafn af eldgosinu í Fagradalsfjalli

Hérna er myndasafn sem ég tók þegar ég fór að eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 8 Maí 2021. Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þarna á laugardaginn. Þetta er fyrsta tilraun með myndasafn hérna og því gæti það ekki tekist almennilega.

Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þar á laugardaginn 8 Maí. Megin gígurinn er mun stærri en virðist vera á vefmyndavélum. Þar sem vefmyndavélanar gera það mjög erfitt að áætla stærð gígsins í því sjónarhorni sem þær bjóða upp á. Þegar ég var þarna þá var aðal gígurinn um 50 metra hár og eldgosið var stöðugt þegar ég var þarna eftir breytingar sem urðu um morguninn. Um það leiti sem ég fór frá eldgosinu um klukkan 15:20 þá var eldgosið farið að breyta sér aftur í hraunstróka virkni eins og hafði verið áður. Þegar ég kom niður að vegi um klukkan 16:30 þá hafði eldgosið næstum því breyst alveg til fyrri virkni. Hraunið býr til sitt eigið veðurfar þegar það dregur inn kalt loft í nágrenninu með sterkum vindi og litlum ský strókum sem birtast án nokkurs fyrirvara á svæðinu. Það hefur einnig verið mikið um bruna í mosa vegna hraun sletta sem koma frá kvikustrókunum sem ná alveg 400 til 500 metra hæð þegar mest er og þær kvikuslettur sem hafa komist lengst hafa náð að ferðast allt að 600 metra frá eldgosinu. Ég tók myndbönd og hægt er að skoða þau á YouTube rásinni minni hérna. Stærsti gígurinn breytist á hverjum degi eftir því sem hraunið endurformar gíginn í hverri hraunstróka virkni. Hrun í aðal gígnum eru einnig mjög algeng og verða á hverjum degi. Sumt af þessu hruni er stórt á meðan önnur hrun eru minni.

Það sem gæti verið að gerast í Fagradalsfjalli er að ný eldstöð gæti verið að myndast. Það er mín skoðun núna en það gæti breyst eftir því sem meiri gögn koma inn og tíminn líður í þessu eldgosi og meira lærdómur fæst um þetta eldgos og hvað er að gerast.