Færri jarðskjálftar nærri Keili, ekkert eldgos í Fagradalsfjalli í nærri því mánuð

Jarðskjálftavirkni heldur áfram nærri Keili en er ennþá á dýpinu 5 til 6 km dýpi og það er ekki að sjá nein merki þess að kvikan sé á leiðinni upp á yfirborðið. Meira en 10.000 jarðskjálftar hafa mælst og 18 jarðskjálftar hafa náð stærðinni Mw3,0 eða stærri. Þetta er samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Græn stjarna við Keili sýnir jarðskjálftavirknina þar og örfáir jarðskjálftar eru þar einnig í kring. Þetta er á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu) hefur ekki verið virkt síðan 19-September-2021 og það eru engin merki þess að eldgosið sé að fara byrja aftur á næstunni. Global Volcanism Program vefsíðan uppfærir ekki lengur stöðuna á eldgosinu í sínu vikulega yfirliti. Jarðvísindamenn á Íslandi hafa hinsvegar ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið. Það ætti hinsvegar að reikna með því að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið í bili, þó að eldgosið geti hafist aftur á sama stað þarna eða byrjað á nýjum stað á þessu svæði án mikils fyrirvara eftir nokkrar vikur og jafnvel eftir nokkur ár.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (12-Október-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Flestir af þeim jarðskjálftum sem komu fram voru út í sjó. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,2 út í sjó en ekkert mjög langt frá ströndinni.

Jarðskjálftavirkni út í sjó er sýndur með tveim grænum stjörnum þar sem stærstu jarðskjálftanir urðu á Reykjaneshrygg. Það er einnig græn stjarna við Keili sem hafði jarðskjálftavirkni á sama tíma
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist beint kvikuhreyfingum á þessu svæði en það hafa verið merki um það að kvika sé komin mjög grunnt í jarðskorpuna á þessu svæði án þess að það gjósi. Það þýðir að kvikan er á ferðinni þarna án þess að gjósa. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast á Reykjanesinu aftur og á Reykjaneshrygg á sama tíma eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli stöðvaðist.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina nærri Keili

Þegar þessi grein er skrifuð þann 3-Október-2021 þá er jarðskjálftahrina við Keili ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,2 þann 2-Október-2021. Það gæti breyst án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Keili er sýnd með nokkrum grænum stjörnum sem raðast upp ofan á hverja aðra.
Jarðskjálftavirknin við Keili á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem ég er að sjá í þessari jarðskjálftahrinu er það mín skoðun að þessir jarðskjálftahrina á upptök sín í kviku sem er þarna við Keili. Kvikan sem er þarna virðist vera föst en afhverju það gerist veit ég ekki en það er áhugavert að fylgjast með því. Það bendir einnig til þess að kvikan sem hafi gosið í Fagradalsfjalli hafi komið þarna upp og það sé því ástæðan afhverju eldgosið þar stöðvaðist. Það er hugmyndin núna, hvort að það er rétt veit ég ekki.

Almannavarnir og Veðurstofu Íslands hafa varað fólk við því að fara að Keili vegna hættu á eldgosi og stórum jarðskjálfta á því svæði.

Þegar þessi grein er skrifuð þá er óljóst hvort að breytingar hafa orðið á jarðhitasvæðum næst Keili. Það hafa komið fram fréttir um það en þær eru óstaðfestar eins og er.

Það er núna hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á svæðinu í nágrenni við Keili. Jarðskjálftavirknin við Keili sýnir munstur sem fylgir mikilli virkni og síðan lítilli virkni þess á milli. Það er ekki góður skilningur á því afhverju jarðskjálftavirknin er svona þegar þessi grein er skrifuð.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í gær (30-Ágúst-2021)

Í gær (30-Ágúst-2021) varð lítil jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari sýna staðsetningu stærstu jarðskjálftana
Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Þarna verða oft jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni getur byrjað aftur þarna án nokkurar viðvörunnar.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (14-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Græn stjarna í öskju Kötlu sem er stærsti jarðskjálftinn. Minni jarðskjálftar eru táknaðir með punktum sem eru frá bláir á litinn til appelsínugulir. Þessir jarðskjálftar eru dreifðir um öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það hljóp einnig úr nokkrum kötlum samkvæmt mælingum sem sýndu aukna leiðni síðustu daga í jökulám sem liggja frá Mýrdalsjökli. Þetta er hefðbundin sumar virkni og kemur til vegna þess að jökulinn bráðnar yfir sumarið. Þetta gerist næstum því á hverju sumri.