Aukin rafleiðni í Múlakvísl

Styrkir: Ef þú kannt við það sem ég er að skrifa hérna. Þá er hægt að styrkja mig til þess að halda þessari vefsíðu gangandi. Sérstaklega þar sem þessi vefsíða er núna orðin algerlega auglýsingalaus eins og ég útskýri hérna.

Í dag kom það fram í fjölmiðlum að aukin rafleiðni hefur verið að mælast í Múlakvísl undan Mýrdalsjökli. Þar sem Mýrdalsjökull situr ofan á eldstöðinni Kötlu. Líklegast er ketill að tæma sig í Mýrdalsjökli og hefur það ferli nú þegar tekið nokkra daga, en þessi breyting í Múlakvísl hófst þann 31-Desember-2013 og hefur varað fram til dagsins í dag.

Engin aukning hefur orðið í virkni (óróa eða jarðskjálftum) í Kötlu í kjölfarið á þessari auknu leiðni. Þannig að það bendir frekar til þess að þetta sé bara ketill að tæma sig undir jökli. Þá vegna háhitasvæðis sem bræðir jökulinn hægt og rólega. Eins og stendur er engin hætta talin á tjóni vegna þessar aukningar á leiðni í Múlakvísl og það er heldur ekki talin hætta á auknu vatnsmagni í Múlakvísl eins og er. Ef jökulflóð mun eiga sér stað, þá er talið að það muni verða mjög lítið og ekki valda neinu tjóni.

Fréttir af þessu

Aukin rafleiðni en ekki útlit fyrir hlaup (Rúv.is)
Fylgjast vel með Múlakvísl (mbl.is)
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl (Vísir.is)

Jarðskjálftahrina nærri Grindavík

Styrkir: Þar sem að þetta er núna auglýsingalaus vefsíða. Þá verð ég að óska eftir styrkjum til þess halda þessari vefsíðu gangandi. Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna.

Í dag (7-Janúar-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 á Reykjanesinu ekki langt frá Grindavík. Þarna hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni undanfarnar tvær vikur á þessu sama svæði.

140107_1335
Jarðskjálftinn á Reykjanesinu nærri Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þó hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði næstu daga. Þó er líklegast að enginn þeirra muni fara yfir stærðina 3,0.

Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Í gær (6-Janúar-2014) hófst jarðskjálftahrina á Hveravöllum. Sem stendur er þetta mjög lítil jarðskjálfta og hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2,0 ennþá.

140107_0115
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt óróaplottinu á nærliggjandi SIL stöð Veðurstofu Íslands þá eiga sér stað þarna fleiri jarðskjálftar en koma fram á kortum Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru ekki nógu stórir til þess að mælast á öðrum SIL stöðvum sem Veðurstofa Íslands er með.

hve.svd.07-Januar-2014.01.22.utc
Óróaplott frá SIL stöðinni nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni haldi eitthvað á fram. Hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni aukast er erfitt að segja til um á þessari stundu.

Auglýsingalaus vefsíða

Ég hef ákveðið að gera þessa vefsíðu alveg lausa við auglýsingar. Ástæðan er sú að auglýsingar færa mér mjög litlar tekjur í raun og ætla ég frekar að treysta á það að fólk styrki mig frekar um einhverjar upphæðir í staðinn fyrir auglýsingalausan vef. Ég hef nú þegar tekið út auglýsingar hérna en það mun taka nokkra daga í viðbót að fjarlægja auglýsingar af jarðskjálftamæla vefsíðunni minni sem er hægt að finna hérna.

Nánari útskýring á því afhverju ég er hættur með allar auglýsingar er að finna hérna. Á ensku vefsíðunni um jarðfræði Íslands.

Uppfært: Því miður gekk það ekki upp hjá mér að vera auglýsingalaus. Eins og ég hef útskýrt hérna.

Bloggfærsla uppfærð þann 7-Janúar-2014 klukkan 01:30 UTC.
Bloggfærsla uppfærð þann 19-Mars-2014 klukkan 22:13 UTC.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Styrkir: Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar til þess að gera það hérna. Ég hef bara örorkubætur til þess að lifa af og örorkubætur eru ekki mjög háar í dag og er ég mjög blankur vegna þess. Sem betur fer er skiptagengið á milli ISK og DKK að lagast þessa dagana og ég vona að það haldi áfram. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna.

Í gær (31-Desember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,5 og dýpið var í kringum 5 km.

140101_1500
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan varð nærri fjalli sem heitir Fagradalsfjall og er þarna á svæðinu. Ég er ekki viss hvernig fjall þetta er. Hvort að þetta er gosgígur eða einhver önnur gerð af fjalli sem þarna er að finna. Frekari upplýsingar um þessa jarðskjálftahrinu er að finna á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum og Kverkfjöllum

Í dag (20-Desember-2013) urðu jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þetta voru mjög fáir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 og dýpið var 5,0 km. Eins og stendur hafa eingöngu tveir jarðskjálftar mælst en það er algengt með jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum að hún fari hægt af stað. Eins og stendur þá er jarðskjálftavirkni frekar lítil í Esjufjöllum. Þó er þetta meiri virkni en síðustu áratugi, það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna þess að ekki hafa verið til góðar mælingar af þessu svæði fyrr en nýlega.

Kverkfjöll

Jarðskjálftavirknin í Kverkfjöllum heldur áfram. Í dag urðu nokkrir jarðskjálftar en enginn af þeim náði stærðinni 3,0 og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og dýpið á þeim jarðskjálfta var 5,3.

131220_1910
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum. Ég býst við að þessi virkni verði frekar lítil og enginn jarðskjálfti muni fara yfir stærðina 3,0.

Jarðskjálfti í Kverkfjöllum

Í dag (19-Desember-2013) klukkan 09:30 varð jarðskjálfti í Kverkfjöllum. Stærð þessa jarðskjálfta var 3,1 og dýpið var 5,0 km.

131219_1415
Jarðskjálftinn í Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir eftirskjálftar mældust í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þetta er fyrsta virknin sem á sér stað í Kverkfjöllum í talsverðan tíma núna. Virkni hefur verið að aukast í Kverkfjöllum á undanförnum árum en ekkert bendir til þess að það sé farið að styttast í að eldgos muni eiga sér stað í Kverkfjöllum.

Uppfærsla 1: Þrír eftirskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum. Stærðir þessara eftirskjálfta voru með stærðina 1,3 til 1,7. Dýpi þessara jarðskjálfta var 6,5 til 3,4 km.

131219_1615
Eftirskjálftar í Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að eftirskjálftar munu halda áfram í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 17:04.

Rólegt í jarðfræðinni á Íslandi um þessar mundir

Það er mjög rólegt á Íslandi um þessar mundir. Mjög fáir jarðskjálftar hafa átt sér stað. Fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur verið í kringum 120 jarðskjálftar yfir eina viku (7 daga). Þannig að það lítur út fyrir að nýtt rólegheitatímabil sé hafið á Íslandi.

131218_1630
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað veldur þessu rólegheita tímabili á Íslandi og eru þau því mjög dularfull og verða það líklega alltaf. Ég vona bara að árið 2014 verði ekki eins rólegt og árið 2013 var í jarðfræðinni.