Styrkir: Ef þú kannt við það sem ég er að skrifa hérna. Þá er hægt að styrkja mig til þess að halda þessari vefsíðu gangandi. Sérstaklega þar sem þessi vefsíða er núna orðin algerlega auglýsingalaus eins og ég útskýri hérna.
Í dag kom það fram í fjölmiðlum að aukin rafleiðni hefur verið að mælast í Múlakvísl undan Mýrdalsjökli. Þar sem Mýrdalsjökull situr ofan á eldstöðinni Kötlu. Líklegast er ketill að tæma sig í Mýrdalsjökli og hefur það ferli nú þegar tekið nokkra daga, en þessi breyting í Múlakvísl hófst þann 31-Desember-2013 og hefur varað fram til dagsins í dag.
Engin aukning hefur orðið í virkni (óróa eða jarðskjálftum) í Kötlu í kjölfarið á þessari auknu leiðni. Þannig að það bendir frekar til þess að þetta sé bara ketill að tæma sig undir jökli. Þá vegna háhitasvæðis sem bræðir jökulinn hægt og rólega. Eins og stendur er engin hætta talin á tjóni vegna þessar aukningar á leiðni í Múlakvísl og það er heldur ekki talin hætta á auknu vatnsmagni í Múlakvísl eins og er. Ef jökulflóð mun eiga sér stað, þá er talið að það muni verða mjög lítið og ekki valda neinu tjóni.
Fréttir af þessu
Aukin rafleiðni en ekki útlit fyrir hlaup (Rúv.is)
Fylgjast vel með Múlakvísl (mbl.is)
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl (Vísir.is)