Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli, Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðin

Þessar upplýsingar verða úreltar mjög hratt og mjög fljótlega.

Núna er stöðug jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu. Meira en tugur af jarðskjálftum sem hefur náð stærðinni Mw4,0 eða stærri hefur orðið síðustu klukkutímana og það eru litlar líkur á því að jarðskjálftavirknin muni hætta á næstunni. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu klukkutímana hafa verið með stærðina Mw4,8 og síðan Mw4,5. Jarðskjálftarnir norður af Grindavík virðast vera gikkskjálftar vegna þenslu í Fagradalsfjalli.

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli og norður af Grindavík. Þéttar grænar stjörnur og síðan mikið af rauðum punktum sem sýnir minni jarðskjálftum
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni á jarðskjálftavöktunar grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Mikið af þéttum punktum sem sýnir jarðskjálftavirknina
Þétta jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga eins og hann er sýndur á grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna er nærri Grindavík eins og gerðist fyrr á árinu 2021 þegar svipuð jarðskjálftahrina varð þarna. Rétt áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Jarðskjálftahrinan mun halda áfram þangað til að eldgos hefst á ný. Jarðskjálftahrinunar munu einnig koma fram í bylgjum, með mikilli jarðskjálftavirkni en síðan minni jarðskjálftavirkni þess á milli. Ég reikna með sterkum jarðskjálftum á næstu dögum ef það fer ekki að gjósa í Fagradalsfjalli eða á nálægum svæðum.

Staðan í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu í Fagradalsfjalli, það fer líklega að gjósa mjög fljótlega

Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótlega hérna.

Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli hélt áfram þann 22-Desember og þann 23-Desember. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 og fannst yfir stórt svæði. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón á eignum ennþá í þessari jarðskjálftahrinu.
Það eru núna þrjár jarðskjálftamiður í þessari jarðskjálftahrinu. Fyrsta jarðskjálftamiðjan er norðan við stóra gíginn, jarðskjálftamiðja tvö er undur stóra gígnum, jarðskjálftamiðja þrjú er í Nátthagakrika. Það er það svæði þar sem fólk gekk upp að eldgosinu á gönguleið A og B.

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Mikið af grænum stjörnum á kortinu og mikið af rauðum punktum
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni á yfirlitsgrafinu frá Veðurstofunni. Mikið af punktum við 2 styrkja línuna en einnig talsvert af puntkum við 3 styrkja jarðskjálfta línuna
Þétt jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ljóst að þessi jarðskjálftavirkni mun ekki hætta fyrr en eldgos hefst á ný á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Ef að nýr gígur opnast á þessu svæði, þá mun jarðskjálftavirknin halda áfram að stækka þangað til að það gerist. Ef að gígur sem er nú þegar á svæðinu byrjar að gjósa, þá mun það koma af stað einhverri jarðskjálftavirkni. Það er ljóst er að kvikan mun finna sér leið þar sem mótstaða er minnst í jarðskorpunni, alveg sama hver sú leið er. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið meira en 6000 jarðskjálftar og í kringum 50 til 100 af þeim hafa verið jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni, í Fagradalsfjalli, eldgos er mögulegt fljótlega

Staðan núna breytist mjög hratt og því verða upplýsingar í þessari grein úreltar mjög hratt.

Það er möguleiki á að eldgos sé að fara að hefjast aftur í Fagradalsfjalli (Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðin) eftir að jarðskjálftahrina hófst þar klukkan 17:00 þann 21-Desember-2021. Jarðskjálftahrinan hefur verið að vaxa mjög hratt síðustu klukkutímana og það sér ekki á þeim vexti þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst frá því klukkan 17:00.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli með mörgum rauðum punktum og síðan grænni stjörnu sem sýnir stærsta jarðskjálftann
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála er að breytast mjög hratt á þessu svæði. Þegar þessi grein hefur eldgos ekki ennþá hafist en það er aðeins spurning um klukkutíma áður en eldgos hefst á þessu svæði á ný. Það gæti gerst í nótt eða einhverntímann á morgun. Það er engin leið að vita það þegar þessi grein er skrifuð.

Ég mun setja inn nýja uppfærslu seint á morgun. Þar sem ég verð upptekinn framan af degi í öðrum hlutum. Það er ekki hægt að komast hjá þessu.

Áframhaldandi eftirskjálftavirkni sunnan við Heklu

Í dag (21-Desember-2021) klukkan 09:37 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Vatnafjöllum sunnan við Heklu.

Græn stjarna í Vatnafjöllum sunnan við Heklu sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,0
Jarðskjálftavirknin sunnan við Heklu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eftirskjálftavirkni af jarðskjálftanum sem varð fyrir aðeins meira en mánuði síðan og var með stærðina Mw5,2 í Vatnafjöllum. Það er mjög líklegt að jarðskjálftavirkni muni halda áfram þarna í margra mánuði.

Jarðskjálftahrina í Vatnafjöllum (sunnan við Heklu)

Í dag (13-Desember-2021) klukkan 16:04 hófst jarðskjálftahrina í Vatnafjöllum. Þetta virðist vera eftirskjálftar af Mw5,2 jarðskjálftanum sem varð fyrir nokkrum vikum síðan. Það komu fram þrír jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 þarna. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 (klukkan 16:04), jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 (klukkan 16:07) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (klukkan 16:08).

Jarðskjálftavirknin sunnan við eldstöðina Heklu í fjallinu Vatnafjöllum er sýnd með grænni stjörnu
Jarðskjálftavirknin sunnan við Heklu í Vatnafjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á eftirskjálftum á þessu svæði. Það er spurning hvort að á þessu svæði verði stærri jarðskjálfti á næstu vikum.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (8-Desember-2021) hefur verið jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,1 klukkan 10:44. Það kemur ekki fram í fréttum hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Jarðskjálftavirkni þarna hefur hægt og rólega verið að aukast síðan það hætti að gjósa í Fagradalsfjalli þann 18-September-2021. Það er ennþá jarðskjálftahrina á svæðinu og eru þar litlir jarðskjálftar að koma fram þegar þessi grein er skrifuð.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina norður af Grindavík“

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá

Ég hef verið að bíða eftir upplýsingum um stöðu mála í Grímsfjalli í dag. Í gær (05-Desember-2021) uppgötvaðist nýr ketill í Grímsfjalli. Það er óljóst hvernig þessi ketlill myndaðist en hugsanlegt er að þarna hafi orðið eldgos sem náði ekki upp úr jöklinum. Óróagögnin er mjög óljós um hvort að það hafi orðið lítið eldgos þarna. Klukkan 06:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli og ég náði að mæla þennan jarðskjálfta mjög illa á jarðskjálftamæli hjá mér og sú mæling bendir til þess að sá jarðskjálfti hafi komið til vegna kvikuhreyfinga í Grísmfjalli.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá“

Snögg breyting í óróa í Grímsfjöllum

Staðan er núna óskýr og ekkert hefur verið staðfest þegar þessi grein er skrifuð. Þetta virðist hafa byrjað fyrir um einni klukkustund síðan og þá fór óróinn í kringum Grímsfjall að breytast. Þetta er ekki eins skörp breyting og varð rétt áður en eldgosið sem varð í Grímsfjalli í Maí 2011. Þessi breyting á óróanum er hinsvegar mjög líklega í samræmi við þær breytingar á óróa sem má búast við þegar kvika fer af stað innan í eldstöðvarkerfi. Jarðskjálftavirkni hefur verið í lágmarki síðustu 24 klukkustundirnar.

Óróinn á SIL stöðinni við Grímsfjall. þar sést snögg breyting á óróanum síðasta klukkutímann á blá, græna og fjólubláa óróanum
Óróinn í Grímsfjalli fyrir um klukkutíma síðan (þessi grein er skrifuð um klukkan 17:50 þann 04-Desember-2021). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástandið núna er þannig að eingöngu er hægt að fylgjast með því. Stundum verður eldgos eftir jökulfljóð í Grímsfjöllum. Stundum gerist ekki neitt og það er ekki hægt að segja til um það núna hvað mun gerast.

Jökulflóð að hefjast úr Grímsvötnum í eldstöðinni Grímsfjöllum

Það var tilkynnt í dag (24-Nóvember-2021) var tilkynnt að jökuflóð væri að hefjast úr Grímsvötnum sem eru í Grímsfjöllum. Það mun taka talsverðan tíma fyrir flóðið að koma undan jökli og niður í jökulár sem eru þarna á svæðinu, allt frá nokkrum klukkutímum til nokkura daga.

Það er einnig hætta á að þetta komi af stað eldgosi í Grímsfjalli. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós. Síðasta jökulflóð árið 2018 í Grímsvötnum kom ekki af stað eldgosi í Grímsfjalli.