Þessar upplýsingar verða úreltar mjög hratt og mjög fljótlega.
Núna er stöðug jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu. Meira en tugur af jarðskjálftum sem hefur náð stærðinni Mw4,0 eða stærri hefur orðið síðustu klukkutímana og það eru litlar líkur á því að jarðskjálftavirknin muni hætta á næstunni. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu klukkutímana hafa verið með stærðina Mw4,8 og síðan Mw4,5. Jarðskjálftarnir norður af Grindavík virðast vera gikkskjálftar vegna þenslu í Fagradalsfjalli.
Jarðskjálftahrinan núna er nærri Grindavík eins og gerðist fyrr á árinu 2021 þegar svipuð jarðskjálftahrina varð þarna. Rétt áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Jarðskjálftahrinan mun halda áfram þangað til að eldgos hefst á ný. Jarðskjálftahrinunar munu einnig koma fram í bylgjum, með mikilli jarðskjálftavirkni en síðan minni jarðskjálftavirkni þess á milli. Ég reikna með sterkum jarðskjálftum á næstu dögum ef það fer ekki að gjósa í Fagradalsfjalli eða á nálægum svæðum.