Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni, í Fagradalsfjalli, eldgos er mögulegt fljótlega

Staðan núna breytist mjög hratt og því verða upplýsingar í þessari grein úreltar mjög hratt.

Það er möguleiki á að eldgos sé að fara að hefjast aftur í Fagradalsfjalli (Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðin) eftir að jarðskjálftahrina hófst þar klukkan 17:00 þann 21-Desember-2021. Jarðskjálftahrinan hefur verið að vaxa mjög hratt síðustu klukkutímana og það sér ekki á þeim vexti þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst frá því klukkan 17:00.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli með mörgum rauðum punktum og síðan grænni stjörnu sem sýnir stærsta jarðskjálftann
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála er að breytast mjög hratt á þessu svæði. Þegar þessi grein hefur eldgos ekki ennþá hafist en það er aðeins spurning um klukkutíma áður en eldgos hefst á þessu svæði á ný. Það gæti gerst í nótt eða einhverntímann á morgun. Það er engin leið að vita það þegar þessi grein er skrifuð.

Ég mun setja inn nýja uppfærslu seint á morgun. Þar sem ég verð upptekinn framan af degi í öðrum hlutum. Það er ekki hægt að komast hjá þessu.