Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.

Minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar

Í gær (02-September-2013) átti sér stað minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar. Þetta var lítið kvikuinnskot og stóð stutt yfir og olli minniháttar óróa á nærliggjandi sil stöðvum. Stærsti jarðskjálftinn sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var 2,8 og með dýpið 14 km, sá jarðskjálfti sem kom á eftir þessum var með stærðina 2,1 og dýpið 15,5 km. Einn annar minni jarðskjálfti kom síðan í kjölfarið á þeim jarðskjálfta.

130903_1920
Jarðskjálftanir í Hamarinn – Báðarbunga eldstöðvunum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eru algeng á þessu svæði, þó svo að fjöldi þeirra sé breytilegur milli ára. Sum ár hafa mörg kvikuinnskot á þessu svæði, á meðan önnur ár eru fá til engin kvikuinnskot á þessu svæði. Kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi, kvikuinnskot þýðir bara að kvika var að færa sig til á dýpi og ekki er hægt að segja til um þýðingu þess til framtíðar.

Allt rólegt í íslenskri jarðfræði

Í sumar hefur verið tiltölulega rólegt á Íslandi þegar það kemur að jarðfræði Íslands, bæði í jarðskjálftum og virkni í eldfjöllum. Ástæðan fyrir þessu er sú að virkni á Íslandi gerist í stökkum, þess á milli er mjög rólegt og ég hef mjög lítið til þess að skrifa um. Þar sem þessi bloggsíða skrifar um það sem gerist, frekar en aðrar fræðigreinar á sviði jarðfræðinnar. Þetta hefur verið svo rólegt undanfarið að stundum hafa ekki mælst nema rétt um 100 jarðskjálftar á viku (7 dagar).

130806_1545
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir betri upplýsingar um jarðfræði Íslands þá mæli ég með þessari fræðigrein hérna (pdf, enska) eftir Pál Einarsson. Þessa stundina er rólegt á Íslandi og af þeim sökum er ekki mikið fyrir mig að skrifa um á þessari stundu. Það gæti þó breyst án nokkurs fyrirvara ef einhver virkni fer að eiga sér stað.

Rólegt í jarðskjálftum þessa stundina á Íslandi

Þessa stundina er mjög rólegt á Íslandi í jarðskjálftum. Engir sérstakir jarðskjálftar hafa átt sér stað núna síðustu daga, og í gær (7-Júlí-2013) mældust aðeins tveir jarðskjálftar á öllu Íslandi samkvæmt sjálfvirka mælikrefinu. Það komu fram fleiri jarðskjálftar í handvirku mælikerfi Veðurstofu Íslands.

130707_2305
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekkert hversu lengi þessi rólegheit munu vara, en núna hafa þessi rólegheit varað í rúmlega fjórar vikur eins og stendur. Hvenar það breytist er ómögurlegt að segja til um. Toppnum á rólegheitunum var náð núna í dag. Ég nota þennan rólega tíma til þess að njóta sumarsins hérna í Danmörku, þó svo að ég sé frekar blankur eins og stendur (örokubætur frá Íslandi er ekki mikið til þess að lifa á).

Áhugaverð jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall

Þann 3. Júní 2013 varð áhugaverð jarðskjálftahrina sunnan við Grímsfjall. Síðasta eldgos varð í Grímsfjalli árið 2011.

130603_2055
Jarðskjálftavirknin sunnan við Grímsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð, þar sem ekkert eldfjall er þekkt á þessu svæði, eða virkt sprungusvæði. Jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði eftir eldgosið árið 2011, í fyrstu var talið að þessi virkni ætti upptök sín í spennubreytingum á þessu svæði í kjölfarið á eldgosinu í Maí 2011.

bab_week21
Jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall í viku 21 árið 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er ekki viss um hvað er að gerast á þessu svæði. Þó svo að ekkert eldgos sé skráð á þessu svæði, þá er möguleiki á því að það sé vegna þess að þarna er þykkur jökull. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni hófst eftir eldgosið árið 2011 og hefur haldið áfram síðan, og það virðist ekki vera neinn endi á þessari virkni. Það margborgar sig að hafa augu með þessari jarðskjálftavirkni, þó svo að ekkert gerist á þessu svæði í lengri tíma.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju

Í morgun (26.03.2013) urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar í Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 2,5. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 var á dýpinu 20,4 km.

130326_1410
Jarðskjálftanir í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Öskju er hluti af ferli sem hófst árið 2010. Þetta ferli hefur hingað til ekki komið af stað eldgosi eða slíkum atburðum. Þó er þetta vísbending um það að Askja sé farin að hita upp. Hinsvegar hafa orðið breytingar í Öskju. Svo sem íslaust öskjuvatn veturinn 2012 og auking í jarðhita. Ástæður þess að öskjuvatn var íslaust veturinn 2012 eru mér ekki kunnar ennþá.

Tveir jarðskjálftar á reykjaneshrygg

Í nótt og gær urðu tveir jarðskjálftar á reykjaneshrygg. Þó nokkuð er á milli þessara jarðskjálfta, eða nokkur hundruð kílómetrar í mesta lagi. Þannig að þessir atburðir eru ekki tengdir. Heldur er hérna eingöngu um að ræða tilviljun. Þessir jarðskjálftar eru mjög langt frá landi og því er vonlaust að segja til um hvað er að valda þessari virkni á þessu svæði á reykjaneshryggnum.

309049.regional.svd.21.03.2013.mb5.4
Jarðskjálfti með stærðina 5,4 á reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta hérna á vefsíðu EMSC.

309084.regional.svd.21.03.2013.mb4.4
Jarðskjálfti með stærðina 4,3 á reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er hægt að finna hérna á vefsíðu ESMC.

Fjarlægð jarðskjálftans með stærðina 5,4 var rúmlega 1100 km frá Reykjavík, og síðan var fjarlægð jarðskjálftans með stærðina 4,3 rúmlega 850 km frá Reykjavík. Þannig að þessir jarðskjálftar áttu upptök sín á svæði sem er mjög langt frá landi og mjög afskekkt ef úti í það er farið.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum

Jarðskjálftavirkni hefur hafst aftur í Esjufjöllum eftir talsvert hlé. Jarðskjálftavirkni hófst í Esjufjöllum fyrir nokkrum árum síðan og hefur átt sér stað með reglulegu millibili. Það hefur verið misjafnlega langt á milli þessra jarðskjálftahrina í Esjufjöllum og þessar hrinur hafa verið misjafnlega stórar. Jarðskjálftanir sem komu í dag voru eingöngu með stærðina 1,0 og 1,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var þó áhugaverðara. Skráð dýpi var aðeins 0.1 km (í kringum 100 metrar) og verður það að teljast mjög grunnt.

130318_1510
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum er þar sem rauðu punktanir eru staðsettir. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosasaga Esjufjalla er nærri því óþekkt og því er lítið vitað hvernig eldgos haga sér og hver undanfari þeirra er. Af þeim sökum er nærri því ómögurlegt að segja til um hvað gerist næst í Esjfjöllum. Þó er alveg ljóst að það borgar sig að fylgjast með virkni í Esjufjöllum á næstunni. Þar sem jarðskjálftahrinur í Esjufjöllum fara oft hægt af stað. Byggi ég það mat á þeirri virkni sem hófst í Esjufjöllum árið 2011 og hefur haldið áfram síðan þá. Þó með löngum hléum eins og áður segir.

Þrír jarðskjálftar í Heklu

Í nótt urðu þrír smáskjálftar í eldstöðinni Heklu. Þessir jarðskjálftar voru mjög litlir, enginn þeirra náði stærðinni 1.0. Dýpið var frá 10,7 km og niður á 11,8 km.

130317_1535
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Hvað þessir jarðskjálftar þýða er erfitt að segja til um á þessari stundu. Þetta er engu að síður áhugaverð jarðskjálftavirkni í eldstöðunni Heklu.

Rólegt í jarðfræði Íslands

Þessa dagana er óskaplega rólegt í jarðfræði Íslands. Lítið um jarðskjálfta og aðra virkni. Þetta ástanda hefur núna varað í margar vikur og virðist lítið ætla að breytast núna.

130223_1145
Rólegheit á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi rólegheit geta þó endað hvenar sem er. Hvenar það gerist er auðvitað ómögurlegt að segja til um á þessari stundu.