Tveir litlir jarðskjálftar í Heklu

Ég biðst afsökunar á því að vera seinn með þessa bloggfærslu.

Á Miðvikudaginn (23-Október-2013) urðu tveir litlir jarðskjálftar í Heklu. Einn jarðskjálfti átti sér stað fyrir utan sjálfa megineldstöðina en í sjálfu Heklukerfinu. Allir jarðskjálftanir voru litlir og var sá stærsti með stærðina 1,6 og dýpið 1,3 km. Þessa stundina er óljóst hvað er að valda þessari jarðskjáfltavirkni í Heklu.

131024_2315
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hingað til hafa ekki verið nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Vefmyndavél sem vísar á Heklu er að finna hérna (jonfr.com), hérna (Rúv.is) og síðan hérna (livefromiceland.is). Hægt er að fylgjast með jarðskjálftagröfunum mínum hérna. Jarðskjálftamælirinn við Heklu mælir jarðskjálfta alveg niður í 0,0 í góðum skilyrðum. Þannig að ef eldgos hefst í Heklu þá munu merki eldgoss koma mjög vel fram á jarðskjálftamælinum mínum við Heklu.