Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (04-Nóvember-2013) klukkan 04:03 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2 og dýpið 12,2 km.

Jarðskjáftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjáftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og þarna hafa orðið jarðskjálftahrinur síðustu vikur. Það eru engar vísbendingar um að þarna sé að fara hefjast eldgos og ekkert bendir til þess að það sé raunin. Stærsti jarðskjálftinn sem varð þarna kom vel fram á jarðskjálftamælunum hjá mér og er hægt að sjá jarðskjálftann hérna (næstu 24 klukkutímana) á jarðskjálftamæla-vefsíðunni sem ég er með.