Hrina af lágtíðni jarðskjálftum í Torfajökli

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá hefur verið jarðskjálftahrina af lágtíðni jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli síðan á miðnætti 28-Október-2021. Þessir jarðskjálftar koma ekki greinilega fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Þessir jarðskjálftar koma hinsvegar vel fram á nálægum SIL stöðvum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er fjöldi jarðskjálfta 1 til 2 jarðskjálftar á hverjum 15 mínútum.

Tromulrit sem sýnir jarðskjálftana sem eru að eiga sér stað í Torfajökli. Línan þykknar aðeins í hvert skipti sem að lágtíðni jarðskjálfti verður. Hver lína nær yfir klukkutíma.
Jarðskjálftavirknin í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróaplott á SIL stöðinni Slysaalda og frá miðnætti sjást þessir jarðskjálftar mjög vel.
Óróagröfin sem sýnir mjög vel lágtíðni jarðskjálftavirknina frá miðnætti. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er tvennt sem getur komið svona lágtíðni jarðskjálftum af stað. Það fyrra er ofurhitað vatn í jarðskorpunni á þessu svæði. Það seinna er kvika sem er þarna á ferðinni. Það hefur orðið vart við svona jarðskjálftavirkni í Torfajökli án þess að það komi til eldgoss. Þegar ég skrifa þessa grein, þá reikna ég með því að það sé að gerast núna. Þetta er hinsvegar virk eldstöð og staðan getur því breyst snögglega og án nokkurs fyrirvara.

Það eru engar vefmyndavélar þarna, þar sem svæðið er afskekkt og lítið eða ekkert farsímasamband á svæðinu. Ef það er farsímasamband, þá er það annaðhvort 2G (GSM) eða hægfara 3G farsímasamband.

Jarðskjálfti norður af Hveragerði

Klukkan 01:28 þann 27-Október-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 rétt um 4 km norður af Hveragerði. Þessi jarðskjálfti fannst greinilega í bænum. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón samkvæmt fyrstu fréttum.

Jarðskjálfti norður af Hveragerði sýndur með grænni stjörnu á korti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálfti norður af Hveragerði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni. Það er einnig algengt að á suðurlandsbrotabeltinu verði örfáir jarðskjálftar en síðan gerist ekkert meira.

Þensla og jarðskjálftavirkni í Öskju

Þensla hefur verið að aukast í eldstöðinni Öskju síðustu vikur frá því að þetta ferli hófst í lok Ágúst. Samkvæmt fréttum þá er þenslan núna orðin 14 sm, síðan vart varð við þensluna í lok Ágúst. Laugardaginn 9-Október varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Öskju og það er stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni í 20 ár samkvæmt fréttum (ég set inn mynd seinna ef ég man eftir því).

Askja er mjög afskekkt og það er erfitt að komast þangað þar sem vetur er að skella á. Ef eldgos verður í vetur þá verður best að fylgjast með því á óróamælum, þar sem á þessu svæði er engar eða mjög takmarkaðar vefmyndavélar. Þangað til að Veðurstofan eða einhver með flugvél (ef veður leyfir slíkt) kemur með myndir af eldgosinu ef það gerist.

Þensla hófst í Öskju í Ágúst 2021

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands þá hófst þensla í eldstöðinni Öskju í Ágúst 2021. Þenslan hefur mælst um 5 sm á mánuði núna. Þenslan á sér stað á svæði sem kallast Ólafsgígar og er rétt fyrir utan öskjuvatn.

Þensla í öskju er sýnd með rauðum lit við Ólafsgíga og er rétt fyrir utan öskjuvatn. Þessi rauði litur minnkar eftir því sem fjarlægð frá miðju þenslunar eykst.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi þensla muni leiða til eldgoss. Þessi þensla hefur hinsvegar valdið jarðskjálftavirkni í Öskju en flestir jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir að stærð.

Þenslan í Öskju. Myndin sýnir færslur á norður - suður og austur - vestur og síðan upp færslum. Þessi færsla er sýnd með punktum og síðan brotinni línu sem er rauð á myndinni.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tilkynning Veðurstofu Íslands

Land rís við Öskju

Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum

Í dag varð kom fram jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Esjufjöllum. Þetta er fyrsta jarðskjálftavirknin þarna í talsverðan tíma og bendir hugsanlega til þess að meiri virkni sé að hefjast aftur í Öræfajökli. Þar sem jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum virðist auka virkni í Öræfajökli. Hvernig það virkar og afhverju er óþekkt eins og stendur.

Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum í Vatnajökli. Sýnt með nokkrum punktum í Vatnajökli nærri suður ströndinni
Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Esjufjöllum varð kannski árið 1927 en það er óstaðfest. Ef það eldgos varð, þá varði það aðeins í 4 til 5 daga. Þetta svæði er alveg þakið jökli þannig að eldgos þarna kemur af stað jöklumflóðum.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með PayPal. Ég er frekar blankur í September. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (31-Júlí-2021) klukkan 12:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Kötlu í Mýrdalsjökli. Hrina lítilla jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum og jarðskjálftavirknin virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Á myndinni eru þrjár grænar stjörnur og tvær af þessum stjörnum eru jarðskjálftar frá því 29-Júlí. Það er aðeins ein græn stjarna frá jarðskjálftanum í dag.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er oft sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu sem flækir aðeins möguleikana á því hvað er að gerast núna. Þar sem þessi sumar jarðskjálftavirkni skapar þær aðstæður að óljóst er hvað er í gangi núna í Kötlu þegar þessi grein er skrifuð. Það má búast við frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu í gær (29-Júlí-2021)

Í gær (29-Júlí-2021) urðu tveir jarðskjálftar í eldstöðinni Kötlu. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 klukkan 19:20 og 19:22. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 klukkan 19:28.

Jarðskjálftavirknin í öskju Kötlu er að mestu leiti í norður-austur hluta öskjunnar. Bláir og appelsínugulir punktar sýna jarðskjálfta sem eru litilir. Tvær grænar stjörnur sýna staðsetningu stærstu jarðskjálftanna í norð-austur hluta öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er bara hluti af eðlilegri sumar jarðskjálftavirkni eða hluti af stærri virkni í eldstöðinni. Ég er ekki að reikna með eldgosi þar sem jarðskjálftavirknin er of lítil. Það munu koma fram þúsundir jarðskjálfta áður en stórt eldgos verður í Kötlu. Þangað til að það gerist. Þá hef ég ekki áhyggjur af þessari jarðskjálftavirkni.

Mæling af Mw8,2 jarðskjálftanum í Alaska, Bandaríkjunum

Ég hef ekkert að segja um það svæði þar sem jarðskjálfti með stærðina Mw8,2 átti sér stað þann 29-Júlí-2021 klukkan 06:15 íslenskum tíma. Þar sem ég þekki ekki svæðið og jarðfræði þess. Hérna eru myndir af því hvernig þessi jarðskjálfti mældist hjá mér á mínum jarðskjálftamæli á Íslandi.

Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2. Myndin sýnir sterka P bylgju á lóðrétta ásnum (Z) og veika S bylgju og einnig þær yfirborðsbylgjur sem mældust, þær koma fram sem grófar bylgjur í mælingunni.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum

Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 eins og hann kom fram á norður-suður mælinum hjá mér. Þar sést P bylgja, veik S bylgja og talsvert af yfirborðsbylgjum sem koma langt á eftir.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.

Jarðskjálftamæling af Mw8,2 jarðskjálftanum. Það kemur fram sterk P bylgja, veik S bylgja og síðan talsvert af yfirborðsbylgjum. Á austur-vestur ásnum eru yfirborðsbylgjunar ekki nærri því eins sterkar og á hinum myndnum
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.

Kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Það er orðið mjög langt síðan ég skrifaði um eldstöðina Bárðarbungu. Það er því kominn tími á nýja grein.

Þann 27-Júlí-2021 klukkan 19:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 í Bárðarbungu. Þegar klukkan varð 22:12 þá kom fram annar jarðskjálfti sem var með stærðina Mw4,5. Samkvæmt vefsíðu EMSC þá var stærð þessa jarðskjálfta mb4,8. Hægt er að lesa þær upplýsingar hérna.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er sýnd með tveim grænum stjörnum. Önnur stjarnan er í vestur hluta öskjunnar en hin græna stjarnan er í austari hluta öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknina í Bárðarbungu má rekja til þess að kvika er að flæða inn í kvikuhólfið sem er í Bárðarbungu og er eldstöðin að þenjast út. Þetta mun enda með eldgosi en ekki er hægt að segja til um hvenær það gerist.

Jarðskjálftavirkni í Ljósufjöllum

Í dag (26-Júlí-2021) klukkan 16:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 átti sér stað í eldstöðinni Ljósufjöll. Það varð jarðskjálfti sem varð aðeins áður klukkan 15:44 með stærðina Mw2,2.

Rauður punktur sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni í Ljósufjöllum á vesturhluta Íslands.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Ljósufjöll. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði er einnig brotasvæði sem er á milli Snæfellsnes og Langjökuls. Þetta brotasvæði er venjulega ekki mjög virkt og það verða þarna eingöngu jarðskjálftahrinur á nokkura áratuga fresti eða sjaldnar. Jarðskjálftavirknin sem á sér núna stað er innan eldstöðvarinnar Ljósufjöll. Jarðskjálftavirknin byrjaði þarna í Maí-2021. Eins og þetta er núna þá er of snemmt til þess að vita hvort að þetta þýðir eitthvað. Þar sem þetta gætu bara verið jarðskjálftar og ekkert meira, jafnvel þó að þessi jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað í eldstöð.