Ég hef ekkert að segja um það svæði þar sem jarðskjálfti með stærðina Mw8,2 átti sér stað þann 29-Júlí-2021 klukkan 06:15 íslenskum tíma. Þar sem ég þekki ekki svæðið og jarðfræði þess. Hérna eru myndir af því hvernig þessi jarðskjálfti mældist hjá mér á mínum jarðskjálftamæli á Íslandi.
Kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu
Það er orðið mjög langt síðan ég skrifaði um eldstöðina Bárðarbungu. Það er því kominn tími á nýja grein.
Þann 27-Júlí-2021 klukkan 19:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 í Bárðarbungu. Þegar klukkan varð 22:12 þá kom fram annar jarðskjálfti sem var með stærðina Mw4,5. Samkvæmt vefsíðu EMSC þá var stærð þessa jarðskjálfta mb4,8. Hægt er að lesa þær upplýsingar hérna.
Jarðskjálftavirknina í Bárðarbungu má rekja til þess að kvika er að flæða inn í kvikuhólfið sem er í Bárðarbungu og er eldstöðin að þenjast út. Þetta mun enda með eldgosi en ekki er hægt að segja til um hvenær það gerist.
Jarðskjálftavirkni í Ljósufjöllum
Í dag (26-Júlí-2021) klukkan 16:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 átti sér stað í eldstöðinni Ljósufjöll. Það varð jarðskjálfti sem varð aðeins áður klukkan 15:44 með stærðina Mw2,2.
Á þessu svæði er einnig brotasvæði sem er á milli Snæfellsnes og Langjökuls. Þetta brotasvæði er venjulega ekki mjög virkt og það verða þarna eingöngu jarðskjálftahrinur á nokkura áratuga fresti eða sjaldnar. Jarðskjálftavirknin sem á sér núna stað er innan eldstöðvarinnar Ljósufjöll. Jarðskjálftavirknin byrjaði þarna í Maí-2021. Eins og þetta er núna þá er of snemmt til þess að vita hvort að þetta þýðir eitthvað. Þar sem þetta gætu bara verið jarðskjálftar og ekkert meira, jafnvel þó að þessi jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað í eldstöð.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu
Frá 22-Júlí-2021 hefur verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti verið í austur hluta öskju Kötlu og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw3,0.
Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni sem bendir sterklega til þess að hérna sé eingöngu um að ræða venjulega jarðskjálftavirkni sem tengist sumrinu. Jarðskjálftavirkni er einnig of lítil til þess að hérna sé um virkni sem bendir til hættu af eldgosi. Það gæti þó breyst ef jarðskjálftavirknin breytist og verður stærri.
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes
Snemma í morgun þann 11-Júlí-2021 varð jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw2,5. Flestir af öðrum jarðskjálftum sem komu fram voru með stærðina Mw0,0 til Mw1,0. Það var einnig jarðskjálftahrina við Reykjanestá sem er einnig hluti af eldstöðvarkerfinu Reykjanes.
Það er mjög erfitt að segja til um hvað er að gerast þarna í eldstöðinni Reykjanes. Það hefur verið sannað að eldgos geta hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunar eða jarðskjálftavirkni. Það eru engin skýr merki um það að eitthvað sé að fara að gerast en það getur breytst án nokkurar viðvörunnar.
Jarðskjálftavirkni í Heklu
Í gær (25-Júní-2021) um klukkan 06:00 varð hrina lítilla jarðskjálfta í eldstöðinni Heklu. Þetta er óvenjulegt þar sem venjulega koma aðeins fram jarðskjálftar rétt áður en eldgos hefst í Heklu. Það gerðist ekki núna og engin merki um það að Hekla sé að fara að gjósa.
Hvað er að gerast í Heklu er erfitt að segja til um. Það er ljóst að misgengi þarna gaf eftir og kom fram með þessa jarðskjálfta vegna þrýstibreytinga á svæðinu. Síðasti jarðskjálftinn kom fram varð klukkan 09:36. Síðan þá hafa ekki komið fram neinir jarðskjálftar en það getur breyst án fyrirvara eins og venjan er með eldstöðina Heklu samkvæmt sögunni.
Eldgosið í Fagradalsfjalli
Ég hef ákveðið að seinka grein um eldgosið í Fagradalsfjalli vegna þess að það eru einhverjar breytingar að eiga sér stað sem ég er ekki viss hverjar eru nákvæmlega þessa stundina. Það hefur ekki verið neitt útsýni á eldgosið síðan í gær (25-Júní-2021) vegna þoku sem gerir það mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast og hvað er að breytast núna.
Jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum
Þann 24-Maí-2021 klukkan 21:36 varð jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum sem fannst í Reykjavík. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,6.
Það voru nokkrir minni jarðskjálftar sem áttu sér einnig stað á sama svæði en annars hefur verið lítið um jarðskjálftavirkni á þessu svæði eftir þennan jarðskjálfta. Það er talið að þessi jarðskjálfti hafa orðið vegna spennubreytinga á Reykjanesskaga í kjölfarið á eldgosinu í Fagradalsfjalli.
Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu
Í gær (12-Maí-2021) klukkan 15:47 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015.
Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu mánuði og ástæðan fyrir því er ekki augljós eins og er. Tímabil milli eldgosa í Bárðarbungu geta verið allt að 18 ár eða styttri. Eldgosið í sprungunni Gjálp árið 1996 telst vera eldgos í Bárðarbungu. Það setur tímann á milli eldgosa í Bárðarbungu í rúmlega 18 ár, á milli áranna 1996 til ársins 2014.
Jarðskjálftahrina suður af Keili
Aðfaranótt 27-Apríl-2021 varð jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Jarðskjálftavirknin er á svæði þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni áður og er mjög áhugaverð. Það er ekkert sem bendir til þess eldgos sé að fara að hefjast á þessum stað þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 á 6,1 km dýpi og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 á 5,9 km dýpi.
Það er möguleiki á að breyting sé að verða á eldgosinu í Fagradalsfjalli. Ég mun skrifa um það á morgun en það er möguleiki á að það verði seinkun á greininni ef eitthvað gerist. Það tekur mig smá tíma að afla upplýsinga um hvað er að gerast.
Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Apríl-2021
Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.
Það hefur mikið verið að gerast þessa vikuna og hægt er að lesa eldri greinar um það sem gerðist fyrr í vikunni.
- Samkvæmt mælingum frá Háskóla Íslands þá kemur upp 50% meira hraun núna en í upphafi eldgossins þann 19-Mars-2021. Það kemur einnig upp mun meira af gasi í eldgosinu núna. Það hefur valdið vandræðum háð vindátt.
- Það er mikil hætta á því að eldgos hefjist suður af Geldingadalir þar sem eldgosið hófst. Það er einnig mikil hætta á því að eldgos hefjist norður af gígnum sem byrjaði að gjósa þann 5-Apríl-2021.
- Það er engin breyting á þenslu. Hægt hefur á þenslunni en ekki hafa aðrar breytingar orðið.
- Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu frá Keili til Fagradalsfjalls.
Það er ljóst að breytingar sem geta orðið munu verða án mikils fyrirvara og án þess að það komi fram jarðskjálftavirkni eða mjög lítil jarðskjálftavirkni mun koma fram.
Næsta uppfærsla verður þann 16-Apríl-2021 ef ekkert mikið gerist. Þar sem þetta eldgos er alltaf að gerast þá er mjög líklegt að helgin og næsta vika verði mjög áhugaverð. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og ég mögulega get.
Uppfærsla klukkan 22:51
Veðurstofan gaf út þetta hérna kort og kom með þessar upplýsingar á síðunni hjá sér í kvöld um hættuna á því að nýjar gossprungur geti opnast norður og suður af núverandi eldgosum í Fagradalsfjalli. Síðan hjá Veðurstofunni er uppfærð reglulega og ef þú ert að skoða þetta löngu eftir 9 og 10 Apríl þá er möguleiki á því að þú þurfir að leita eftir þessum upplýsingum.
Kortið sýnir það svæði þar sem er hætta á að eldgos komi upp án viðvörunnar.
Uppfærsla klukkan 15:41 þann 10-Apríl-2021
Um klukkan 03:15 þann 10-Apríl-2021 opnaðist ný gossprunga sem hefur fengið númerið 4 í Fagradalsfjalli. Þessi gossprunga opnaðist milli gígsins númer 2 (annan dag páska) og gígs númer 3 (7-Apríl). Eldgosið frá nýja gígnum virðist ekki vera mjög stórt en það opnaðist undir nýju hrauni sem hafði runnið þarna nokkrum dögum áður frá gíg númer 2. Í gíg 1 (19-Mars) þá lækkaði talsvert mikið í eldgosinu þar á meðan gígur númer 4 fór að gjósa.
Ég tek eftir að nýjar gossprungur virðast vera að opnast með meiri hraða en áður og virðist stærsta breytingin hafa átt sér stað í því eftir að gígur númer 3 fór að gjósa.
Yfirlit yfir nýjar gossprungur í Fagradalsfjalli hingað til.
1 sprungan opnaðist 19-Mars.
2 sprungan opnaðist 5-Apríl.
3 sprungan opnaðist 7-Apríl.
4 sprungan opnaðist 10-Apríl.
Tíminn sem er á milli þess að nýjar sprungur opnast virðist vera á milli 3 til 4 dagar eins og er. Mig grunar að það gæti breyst fljótlega og án mikillar viðvörunnar. Það er einnig möguleiki á því að nýjar sprungur sem munu opnast í framtíðinni verði stærri og lengri en hefur verið að gerast síðustu daga eftir því sem eldgosið varir lengur. Það virðast vera stigsbreytingar í eldgosinu sem er núna í Fagradalsfjalli. Ég er ekki viss hvaða stig eldgosið er í núna þar sem ég hef aldrei sé svona hegðun í eldgosi áður og mér er ekki kunnugt um svona hegðun í eldgosi í neinni eldstöð erlendis frá þessa stundina.
Myndband af gossprungu 4 að opnast í nótt.
Náttúran er óútreiknanleg og ófyrirsjáanleg (mbl.is)
Grein uppfærð klukkan 22:58.
Grein uppfærð klukkan 16:04 þann 10-Apríl-2021