Í dag (31-Júlí-2021) klukkan 12:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Kötlu í Mýrdalsjökli. Hrina lítilla jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum og jarðskjálftavirknin virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Það er oft sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu sem flækir aðeins möguleikana á því hvað er að gerast núna. Þar sem þessi sumar jarðskjálftavirkni skapar þær aðstæður að óljóst er hvað er í gangi núna í Kötlu þegar þessi grein er skrifuð. Það má búast við frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu.