Jarðskjálftavirkni í Kötlu í gær (29-Júlí-2021)

Í gær (29-Júlí-2021) urðu tveir jarðskjálftar í eldstöðinni Kötlu. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 klukkan 19:20 og 19:22. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 klukkan 19:28.

Jarðskjálftavirknin í öskju Kötlu er að mestu leiti í norður-austur hluta öskjunnar. Bláir og appelsínugulir punktar sýna jarðskjálfta sem eru litilir. Tvær grænar stjörnur sýna staðsetningu stærstu jarðskjálftanna í norð-austur hluta öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er bara hluti af eðlilegri sumar jarðskjálftavirkni eða hluti af stærri virkni í eldstöðinni. Ég er ekki að reikna með eldgosi þar sem jarðskjálftavirknin er of lítil. Það munu koma fram þúsundir jarðskjálfta áður en stórt eldgos verður í Kötlu. Þangað til að það gerist. Þá hef ég ekki áhyggjur af þessari jarðskjálftavirkni.