Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (12-Apríl-2022) hófst kröftug jarðskjálftahrina með jarðskjálfta sem er með stærðina Mw3,9. Það er samt möguleiki á því að þarna hafi verið jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta dagana og jafnvel vikunar áður á þessu sama svæði. Þar sem það hefur verið mikið til samfelld jarðskjálftavirkni á þessu svæði síðustu mánuði. Stærsti jarðskjálftinn hingað til fannst á stóru svæði á suðurlandi og vesturlandi. Það hafa orðið fleiri en sjö jarðskjálftar með stærðina yfir Mw3,0 á þessu svæði síðan jarðskjálftahrinan hófst, það er erfitt að segja til um nákvæman fjölda af þessum jarðskjálftum eins og er.

Fjöldi rauðra punka á Reykjanestánni sýnir þar sem jarðskjálftahrinan er. Þarna er einnig fjöldinn allur af grænum stjörnur sem sýnir jarðskjálfta yfir 3 að stærð
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð hugsanlega árið 1831 en það er ekki víst að svo hafi verið. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið í kringum 280 til 300 jarðskjálftar á þessu svæði samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þessi tala breytist á hverri mínútu, þar sem jarðskjálftavirknin er mjög mikil og er ennþá í gangi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftavirknin sé að aukast. Staðan þarna getur breyst mjög hratt og með litlum fyrirvara. Ég er að sjá vísbendingar í þessari jarðskjálftahrinu að þarna sé kvika á ferðinni og það er mín skoðun að þarna verði líklega eldgos. Hvort að það verður núna eða seinna er ekki eitthvað sem ég get sagt til um. Það verður að koma í ljós hvað gerist nákvæmlega þarna.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í eldstöðinni Reykjanesskaga þar sem þenslan heldur áfram að aukast síðan eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli. Nýtt eldgos getur hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunnar í Fagradalsfjalli. Núverandi virkni er í eldstöðinni Reykjanes norð-vestur af Grindavík.

Jarðskjálftavirkni norð-vestur af Grindavík sýnd með grænni stjörnu þar sem stærsti jarðskjálftinn átti sér stað
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu nótt varð jarðskjálfti þarna með stærðina Mw3,2 (klukkan 04:29) og átti sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Minni jarðskjálftar hafa haldið áfram þarna en fjöldi nýrra jarðskjálfta sem verður þarna er mjög lítill, þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án viðvörunnar. Það er ekki ljóst hvernig jarðskjálfti þetta er og það er möguleiki á því að þarna sé jarðskjálfti sem kemur til vegna aukinnar þenslu í Fagradalsfjalli og þeim breytingum sem það veldur á stressi í nálægri jarðskorpu. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er allt rólegt og ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast, það getur hinsvegar breyst án nokkurs fyrirvara.

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli, Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðin

Þessar upplýsingar verða úreltar mjög hratt og mjög fljótlega.

Núna er stöðug jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu. Meira en tugur af jarðskjálftum sem hefur náð stærðinni Mw4,0 eða stærri hefur orðið síðustu klukkutímana og það eru litlar líkur á því að jarðskjálftavirknin muni hætta á næstunni. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu klukkutímana hafa verið með stærðina Mw4,8 og síðan Mw4,5. Jarðskjálftarnir norður af Grindavík virðast vera gikkskjálftar vegna þenslu í Fagradalsfjalli.

Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli og norður af Grindavík. Þéttar grænar stjörnur og síðan mikið af rauðum punktum sem sýnir minni jarðskjálftum
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni á jarðskjálftavöktunar grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Mikið af þéttum punktum sem sýnir jarðskjálftavirknina
Þétta jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga eins og hann er sýndur á grafinu hjá Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna er nærri Grindavík eins og gerðist fyrr á árinu 2021 þegar svipuð jarðskjálftahrina varð þarna. Rétt áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Jarðskjálftahrinan mun halda áfram þangað til að eldgos hefst á ný. Jarðskjálftahrinunar munu einnig koma fram í bylgjum, með mikilli jarðskjálftavirkni en síðan minni jarðskjálftavirkni þess á milli. Ég reikna með sterkum jarðskjálftum á næstu dögum ef það fer ekki að gjósa í Fagradalsfjalli eða á nálægum svæðum.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (8-Desember-2021) hefur verið jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,1 klukkan 10:44. Það kemur ekki fram í fréttum hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Jarðskjálftavirkni þarna hefur hægt og rólega verið að aukast síðan það hætti að gjósa í Fagradalsfjalli þann 18-September-2021. Það er ennþá jarðskjálftahrina á svæðinu og eru þar litlir jarðskjálftar að koma fram þegar þessi grein er skrifuð.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina norður af Grindavík“

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Aðfaranótt og daginn 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes.

Nokkrir puntkar út í sjó við Reykjanestá sýna staðsetningu jarðskjálftanna sem hafa orðið síðustu klukkutímana á þessu svæði
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu hafa verið minni að stærð. Það getur þó breyst án viðvörunnar. Þegar þessi grein er skrifuð þá er möguleiki á því að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes

Snemma í morgun þann 11-Júlí-2021 varð jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw2,5. Flestir af öðrum jarðskjálftum sem komu fram voru með stærðina Mw0,0 til Mw1,0. Það var einnig jarðskjálftahrina við Reykjanestá sem er einnig hluti af eldstöðvarkerfinu Reykjanes.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Þar kom fram hópur af jarðskjálftum á korti Veðurstofunnar sem eru merktir sem appelsínugulir punktar.
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um hvað er að gerast þarna í eldstöðinni Reykjanes. Það hefur verið sannað að eldgos geta hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunar eða jarðskjálftavirkni. Það eru engin skýr merki um það að eitthvað sé að fara að gerast en það getur breytst án nokkurar viðvörunnar.

Kröftugur jarðskjálfti í eldstöðinni Reykjanes 5 km norður af Grindavík

Í gær (20-Apríl-2021) klukkan 23:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 rétt um 5 km norður af Grindavík og fannst þessi jarðskjálfti yfir mjög stórt svæði og í Reykjavík. Klukkan 21:20 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 og annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 varð klukkan 23:29. Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í dag á þessu svæði en stærstu jarðskjálftarnir hafa eingöngu verið stærri en Mw2,0.

Jarðskjálftavirkni noður af Grindavík og er stærsti jarðskjálftinn merktur með grænni stjörnu á kortinu af Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í eldstöðinni Reykjanes miðað við bestu jarðfræðikort sem ég hef. Það er aðeins óljóst á jarðfræðikortum hvar eldstöðin Reykjanes endar en þetta er miðað við besta mögulega mat hjá mér miðað við jarðfræðikort. Það er mjög líklegt að þarna verði meiri jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum eða dögum.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes snemma í morgun þann 19-Mars-2021

Klukkan 04:30 þá hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes fyrir í sjó fyrir utan Reykjanesstá. Þessi jarðskjálftavirkni lítur út fyrir að vera tengd flekahreyfingum á þessu svæði en er hinsvegar á mjög takmörkuðu svæði. Þessi jarðskjálftavirkni byrjaði þegar jarðskjálftinn með stærðina Mw5,7 átti sér stað þann 24-Febrúar-2021. Jarðskjálftavirknin eftir 24-Febrúar-2021 var lítil og hafði stoppað alveg þangað til í dag.

Jarðskjálftavirkni fyrir utan reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes fyrir utan Reykjanestá út í sjó. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,7 en í heildina voru 10 jarðskjálftar sem voru stærri en 3 að stærð. Það komu fram um 100 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu þegar þessi grein er skrifuð en eftir klukkan 06:00 fór að draga úr þessari jarðskjálftahrinu eftir að toppi var náð um klukkan 05:50. Þessi jarðskjálftahrina gæti aukist aftur án viðvörunnar.