Kröftugur jarðskjálfti í eldstöðinni Reykjanes 5 km norður af Grindavík

Í gær (20-Apríl-2021) klukkan 23:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 rétt um 5 km norður af Grindavík og fannst þessi jarðskjálfti yfir mjög stórt svæði og í Reykjavík. Klukkan 21:20 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 og annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 varð klukkan 23:29. Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í dag á þessu svæði en stærstu jarðskjálftarnir hafa eingöngu verið stærri en Mw2,0.

Jarðskjálftavirkni noður af Grindavík og er stærsti jarðskjálftinn merktur með grænni stjörnu á kortinu af Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í eldstöðinni Reykjanes miðað við bestu jarðfræðikort sem ég hef. Það er aðeins óljóst á jarðfræðikortum hvar eldstöðin Reykjanes endar en þetta er miðað við besta mögulega mat hjá mér miðað við jarðfræðikort. Það er mjög líklegt að þarna verði meiri jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum eða dögum.