Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla á stöðinni í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021 fyrir síðustu viku. Upplýsingum er safnað og settar fram eftir bestu getu. Eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja er að gjósa.

Engar stórar breytingar hafa komið fram í eldgosinu í vikunni. Hérna er það helsta sem gerðist.

  • Samkvæmt nýlegri efnagreiningu á hrauninu sem er að gjósa. Þá er kvikan sem er að koma upp ennþá frumstæðari en kvikan sem kom upp fyrir mánuði síðan og kemur af meira dýpi í möttlinum. Þetta eykur líkunar á því að eldgosið muni vara í mánuði til ár á þessu svæði. Frekari upplýsingar er að finna hérna á Facebook.
  • Þykkt hraunsins er að jafnaði um 16 metrar en getur farið í allt að 50 metra næst gígunum í Geldingadal sem er núna hægt og rólega að fyllast af hrauni. Hraunið rennur ekki langt og hleðst því upp næst eldgosinu.
  • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að gígur eitt sé að hætta að gjósa eða það hefur dregið mjög úr eldgosi þar núna. Það er einhver virkni þar ennþá en það er einnig mjög mikið gasútstreymi að koma þarna upp.
  • Gígar halda áfram að hrynja án mikils fyrirvara. Þetta gerist handahófskennt og kemur af stað hraunflóðum þegar gígur hrynur án fyrirvara.
  • Mesta virknin núna virðist vera í gígum sem opnuðust þann 7. Apríl 2021 og dagana eftir það.

Að öðru leiti en þessu þá er eldgosið mjög stöðugt og hraunflæði virðist vera stöðugt í kringum 5m2/sekúndu samkvæmt síðustu fréttum sem ég sá um eldgosið.