Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík (sem er að gjósa í Fagradalsfjalli)

Í gær (24-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík nærri Kleifarvatni. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stæðrðina Mw3,0, þessir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessi jarðskjálftavirkni er nær höfuðborgarsvæðinu en fyrri jarðskjálftahrinur á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn er merkt með grænni stjörnu þar sem stærsti jarðskjálftinn átti sér stað
Jarðskjálftavirkni í Krýsuvík nærri Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd eldgosinu í Fagradalsfjalli. Það hinsvegar útilokar ekki að kvika sé ástæðan fyrir þessu eldgosi. Þessi jarðskjálftavirkni er hinsvegar of lítil til þess að koma af stað öðru eldgosi þarna eins og er. Það er ekki hægt að segja til um það þegar þessi grein er skrifuð hvort að þessi virkni þróast út í eitthvað meira og alvarlegra á þessu svæði. Það þurfa að verða mun fleiri jarðskjálftar þarna áður en eldgos hefst, þó svo að eldgosið sjálft þurfi kannski ekki að hefjast með mikilli jarðskjálftavirkni eins og varð raunin í Fagradalsfjalli. Þetta er byggt á tilgátum sem geta verið rangar og aðeins tíminn mun segja til um það hvað gerist á þessu svæði.