Þetta er stutt grein um eldgosið í Geldingadalir þann 27-Mars-2021. Þetta eldgos núna flokkast sem eldgos í eldstöðinni Krýsuvík.
Eldgosið virðist vera hægt og rólega að aukast. Litlu gíganir (til vinstri miðað við vefmyndavélina á Rúv) hafa núna runnið saman í einn stóran gíg. Það er möguleiki á að þeir tveir gígar sem gýs núna upp úr renni saman í einn stóran gíg.
Kvikan í þessu eldgosi kemur af 17 til 20 km dýpi og á upptök sín líklega mun dýpra en það og það getur valdið eldgosi í mjög langan tíma.
Geldingadalir eru núna næstum því orðnir fullir af hrauni. Myndbönd hafa komið fram á samfélagsmiðlum sem sýna hversu rosalega hættulegt hraunið er þarna núna. Það á alls ekki að ganga á nýju hrauninu. Það mun taka áratugi og jafnvel aldir fyrir hraunið þarna að kólna niður í öruggt hitastig.
Þar sem hraunið er sem þykkast, þá er hraunið talið vera um 20 til 30 metra þykkt.
Það eru sveiflur í eldgosinu. Stundum er eldgosið aðeins meira og stundum aðeins minna miðað við það sem sést á vefmyndavél Rúv.
Það virðist sem að þarna sé fjall að byggjast upp. Hvernig það fer síðan er erfitt að segjast til um.
Almennt þá er lítið að frétta af þessu eldgosi og litlar breytingar hafa átt sér stað undanfarið síðan eldgosið hófst fyrir viku síðan (19-Mars-2021). Næsta uppfærsla um eldgosið verður þann 2-Apríl-2021 vonandi ef ekkert stórt gerist í eldgosinu.
Þetta er ekki grein um stöðuna á eldgosinu. Það hefur lítið breyst í eldgosinu þegar þessi grein er skrifuð.
Háskóli Íslands hefur gefið út skýrslu sem hægt er að lesa hérna (á ensku) sem sýnir að kvikan sem er núna að koma upp af 17 km til 20 dýpi. Jarðskorpan á Reykjanesskaga er um 17 km þykk. Hægt er að sjá 3D kort af eldgosinu hérna. Ég held að þetta kort verði uppfært reglulega af ÍSOR. Kvikan sem kemur núna upp í eldgosinu er hluti af Þóleiít (Wikipedia) kviku. Þegar kvikan kemur upp á yfirborðið er hún um 1180C gráðu heit.
Það sem er einnig að gerast er að þarna virðist vera að myndast dyngju (Wikipedia) eldstöð. Það er spurning hvort að þarna myndist ný kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikugangurinn er núna til staðar. Það er áframhaldandi hætta á því að nýjir gígar opnist án viðvörunnar. Miðað við þá jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað þá er ljóst að kvikugangurinn er ennþá virkur frekar en að hann hafi breyst í jarðskorpu með kælingu.
Það er núna reikna með að Geldingadalir muni fyllast af hrauni á næstu 8 til 18 dögum miðað við flæði í eldgosinu eins og það er núna. Þegar það gerist þá mun hraunið flæða yfir í næsta dal sem ég hef ekki nafnið á. Ef að eldgosið varir nógu lengi þá mun hraunið á endanum flæða niður í Nátthagadal.
Þetta er stutt grein um eldgosið í Geldingadal. Eldstöðin sem er talin vera að valda þessu eldgosi er eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja en það gæti breyst síðar. Þessi grein er skrifuð þann 22-Mars-2021 klukkan 18:12.
Eldgosið er að mestu leiti eingöngu í einum gíg núna. Það er einhver virkni í tveim öðrum minni gígum en sú virkni virðist vera að minnka eftir því sem eldgosið heldur áfram.
Þetta er mjög lítið eldgos og eitt af minnstu eldgosunum sem hefur komið fram og sést á Íslandi.
Það er hætta á nýjum eldgosum á nýjum stöðum þegar þetta eldgos endar eða verður nærri því að enda.
Það er sprunga til hægri (eins og sést á vefmyndavélinni) og þar kemur upp gas en þar hefur ekki orðið neitt eldgos ennþá.
Það hefur ekki orðið nein minnkun á þenslu samkvæmt GPS gögnum í dag (22-Mars-2021).
Stærsti gígurinn sem er að gjósa er núna orðinn um 30 metra hár en er mjög óstöðugur og það hrynur oft úr honum.
Hraun mun fylla Geldingadal eftir 10 til 14 daga ef eldgosið endist það lengi.
Jarðskjálftavirkni er mjög lítil núna eftir að eldgosið hófst. Þegar eldgosinu líkur þá er hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist aftur.
Síðasta eldgosatímabil byrjaði í kringum árið ~700 og varði til ársins ~1400. Það má því reikna með það eldgosatímabil sem er núna hafið muni ekki ljúka fyrr en árið ~2400 til ársins ~2600. Á þessum tíma verður minnsta tímabil milli eldgosa um 1 ár en tímabil án eldgoss geta alveg farið upp í 10 ár. Hvernig þetta fer nákvæmlega er erfitt að segja til um en þetta er byggt á mínu besta mati samkvæmt gömlum heimildum (sem ég man ekki lengur hvar ég las þær).
Samkvæmt frétt Rúv þá er kvikan sem er að koma upp mjög frumstæð og er af tegundinni Þóleiít (Wikipedia). Uppruni þessar kviku er kvikuhólf sem er á dýpinu 17 km til 20 km og uppruni sjálfrar kvikunnar kemur mjög djúpt að úr kvikunni sem tilheyrir heita reitnum undir Íslandi. Þessi kvika hefur mikið af CO og CO2 gasi sem er mjög hættulegt. Nánar í frétt Rúv um þetta. Það er einnig mjög mikið af SO2 (brennisteinsdíoxíði) sem er mjög hættulegt gas.
Þar sem eldgosið er mjög stöðugt og ekki mikið af fréttum af því þá hef ég fækkað fjölda uppfærslna af eldgosinu ef ekkert sérstakt gerist og aðeins skrifa greinar ef eitthvað mikið gerist. Næsta grein um eldgosið ætti að verða þann 26-Mars-2021. Ég mun skrifa um aðrar virkni á Íslandi með eðlilegum hætti þegar eitthvað gerist.
Grein uppfærð klukkan 20:52. Athugasemd bætt við varðandi vefmyndavéla straum Rúv. Grein uppfærð klukkan 00:05 þann 22-Mars-2021. Nýjum upplýsingum bætt við varðandi eldgosið.
Þessar upplýsingar verða úreltar á mjög skömmum tíma. Þessi grein fjallar um eldgosið í það sem er álitið vera eldgos í Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfið. Þessi grein er skrifuð þann 21-Mars-2021 klukkan 01:05.
Þetta eldgos er mjög lítið. Það magn hrauns sem er komið upp er í kringum 0.02km3 en þessi tala gæti verið röng þar sem ég hef ekki séð neinar útgefnar tölur um magn hrauns sem hefur komið upp í eldgosinu.
Þetta er óstaðfest en það er möguleiki að ný gossprunga hafi opnast undir hrauninu næst hlíðinni (á myndavélinni er þetta til vinstri).
Sprungan sem núna gýs úr er um 200 metra löng og það er möguleiki á að þessi gossprunga sé að verða styttri.
Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.
Þetta eldgos gæti eingöngu varað í 1 til 3 daga áður en það hættir.
Það eru ekki kominn fram nein merki um að þenslan hafi hætt í nýjustu GPS gögnunum.
Það eru engar aðrar fréttir af þessu eldgosi en það gæti breyst án fyrirvara.
Beint vefstreymi af eldgosinu – Vogastapi – Bætt við þann 22-Mars-2021. Þessi vefmyndavél er talsvert í burtu frá eldgosinu en ætti að sýna rauðan bjarma ef veðrið er ekki of slæmt. – Þessi vefmyndavél er ekki lengur virk.
Uppfært klukkan 15:30 – Hrun í megingígnum
Hérna er myndskeið af því þegar hrun verður í megingígnum og þá fer hraunið í nýja stefnu tímabundið. Þegar þessi uppfærsla er skrifuð þá hefur þessi leið fyrir hraunið lokast á ný.
Grein uppfærð klukkan 15:32. Nýjum upplýsingum bætt við. Grein uppfærð klukkan 21:22. Nýjum upplýsingum bætt við. Grein uppfærð klukkan 03:09 þann 22-Mars-2021. Vefmyndavél bætt við. Grein uppfærð klukkan 16:35 þann 22-Mars-2021. Vefmyndavél var fjarlægð af Rúv. Athugasemd bætt við þá vefmyndavél.
Grein sem ég skrifaði fyrr í kvöld verður ekki skrifuð á íslensku þar sem efni hennar er orðið úrelt og ég lauk skrifum á ensku greininni um það leiti sem eldgos uppgötvaðist. Hægt er að lesa ensku greinina hérna.
Hérna er stutt yfirlit yfir eldgosið sem er hafið líklega í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þessar upplýsingar gæti breyst síðar þegar meira er vitað um eldgosið og upplýsingum safnað. Þessi grein er skrifuð klukkan 03:18 þann 20-Mars-2021.
Samkvæmt Veðurstofunni þá hófst eldgosið klukkan 20:45 en óróinn er varla sjáanlegur á mælum Veðurstofunnar.
Gossprungan er áætlað að sé um 1 km löng þegar þessi grein er skrifuð með stefnuna suður-vestur og norður-austur.
Eldgosið er eins og er of lítið til þess að valda nokkru tjóni. Næsti vegur er Suðurstandarvegur en sá vegur er lokaður núna vegna sigs útaf jarðskjálftaskemmdum sem hafa komið fram og sá vegur er einnig í 2,5 km fjarlægð frá upptökum eldgossins.
Þetta eldgos bendir til þess að ný eldgos gætu hafist á nýjum gossprungum þegar þessu eldgosi er líkur.
Dalurinn sem hraunið flæðir í gæti fyllst af hrauni ef að eldgosið varir nógu lengi. Næsti dalur við hliðina er álíka djúpur og Geldingadalur og því lítil hætta á að hraunið fari mjög langt.
Svæðið sem eldgosið er á er mjög erfitt yfirferðar. Jafnvel á bíl.
Þetta eldgos gæti aðeins varað í tvo til þrjá daga eins og það lítur út núna en það er ekki hægt að segja til um það með neinni vissu hvað gerist og staðan gæti breyst án viðvörunnar. Þar sem ekki er hægt að segja til um stöðu mála í þessu eldgosi.
Það er ekki nein góð vefmyndavél af eldgosinu vegna þess að það hófst seint um kvöld á föstudegi og er mjög afskekkt staðsett á Reykjanesinu. Reiknað er að veður verður slæmt í dag (20-Mars) og á morgun (21-Mars) á Reykjanesinu.
Grein uppfærð klukkan 03:50. Upplýsingum bætt við og stafsetningarvillur lagaðar. Grein uppfærð klukkan 04:54. Vefmyndavélum er bætt við. Grein uppfærð klukkan 14:46. Vefmyndavél frá Rúv bætt við.
Þetta er stutt grein skrifuð þann 17-Mars-2021 klukkan 18:34. Staðan getur breyst án viðvörunnar.
Það hefur verið minni virkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli (eldstöðinni Krýsuvík). Staðan eins og hún er núna þá er ekki mikil breyting milli daga núna en það er möguleiki á að því að slæmt veður sem er núna að ganga yfir Ísland sé að koma í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælist hjá Veðurstofunni milli Keili og Fagradalsfjalls. Þensla virðist vera sú sama síðan í gær (16-Mars-2021).
Sterkum jarðskjálftum hefur fækkað síðan um síðustu helgi (12 til 14 Mars). Það sem hefur breyst er að kvikugangurinn færist ekki lengur til suðurs. Það virðist sem að haft í jarðskorpunni sem kvikan komst ekki í gegnum (oftast er um að ræða harðari jarðskorpu). Núverandi staða er að bíða eftir því að eldgos hefst en það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst.
Þar sem ekki er mikið að gerast núna þegar þessi grein er skrifuð þá ætla ég að fækka nýjum greinum um stöðu mála í Fagradalsfjalli og Keili. Næsta grein verður skrifuð ef það gerist eitthvað en ný grein mun koma Mánudaginn 22-Mars 2021 í síðasta lagi.
Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það er einnig hægt að millifæra inná mig með þeim bankaupplýsingum sem ég gef upp á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn.
Þessi grein var uppfærð þann 18-Mars-2021 klukkan 20:10. Tenglar á vefmyndavélar uppfærðir.
Þetta hérna er stutt grein þar sem staða mála er alltaf að breytast. Þessi grein er skrifuð þann 15-Mars-2021 klukkan 21:55. Þessi grein er um eldstöðina Fagradalsfjall en ég hef einnig Krýsuvík með þar sem uppfærslur frá Veðurstofunni fara þangað inn.
Milli Föstudags og Mánudags var mikil virkni í Fagradalsfjalli. Nokkrir jarðskjálftar með stærðina Mw4,0 og annar stærsti jarðskjálfti þessar jarðskjálftahrinu átti sér stað þann 14-Mars-2021 klukkan 14:15 og sá jarðskjálfti með stærðina Mw5,4. Fyrr um daginn klukkan 12:34 hafði orðið jarðskjálfti með stærðina Mw5,2. Samkvæmt fréttum þá hafa orðið meira 50.000 jarðskjálftum síðan 24-Febrúar-2021 (20 dögum síðan). Af þessum þá hafa sex jarðskjálftar verið stærri en 5, fjöldi jarðskjálfta með stærðina milli 4 til 5 var 53 og það hafa orðið 524 jarðskjálftar með stærðina milli 3 til 4. Þenslan er núna 20cm eða 10cm báðum megin við kvikuinnskotið. Það er búist við því að eldgos verði í nágrenni við Nátthagi þar sem er dalur til staðar en hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um það. Það er ekkert sem bendir til þess að innflæði kviku hafi minnkað eða stöðvast.
Það hefur einnig komið fram að kvikugangurinn hefur aðeins komist lengra suður miðað við stöðuna síðasta Föstudag samkvæmt þeim gögnum sem jarðvísindamenn hafa aðgang að. Í dag (15-Mars-2021) hefur verið lítið um jarðskjálftavirkni en það breyttist um klukkan 16:30 þegar jarðskjálftavirkni jókst aftur en þegar þessi grein er skrifuð þá hefur ekki neinn stór jarðskjálfti komið fram ennþá.
Þetta er stutt grein vegna þess að staðan er stöðugt að breytast í þessari atburðarrás sem er núna í gangi við Fagradalsfjall og Nátthaga. Þessi grein nær til eldstöðvarinnar Fagradalsfjall en einnig Krýsuvík þar sem sú eldstöð er uppfærð með upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hjá Global Volcanism Program. Ég er ekki einnig viss hvað telst vera virka eldstöðin samkvæmt þessu mati sem er núna í gangi á þessari atburðarrás. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:31.
Í dag (12-Mars-2021) klukkan 07:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 á 3,7 km dýpi nærri Nátthaga dal sem er suður af Fagradalsfjalli. Síðustu 48 klukkutímana þá hafa orðið 77 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. Öll þessi jarðskjálftavirkni er að mestu leiti að eiga sér stað við suðurenda kvikugangsins sem hefur myndast og er núna hættur að brjóta sér leið suður en heldur áfram að þenjast út eftir því sem meiri kvika flæðir inn í hann og það veldur jarðskjálftum. Þetta er einnig sú staðsetning þar sem eldgos gæti hafist án nokkurar viðvörunnar eða sterkrar jarðskjálftavirkni. Það er núna búið að útiloka eldgos úti í sjó þar sem kvikugangurinn er hættur að færast suður.
GPS gögn sýna að þenslan á þessu svæði er mjög mikil og sum svæði hafa færst meira en 120mm yfir tímabil sem nær yfir tvær vikur. Það eru engin merki um að þessi þensla sé að fara að hætta eða hægja á henni.
Næsta grein hjá mér verður Mánudaginn 15-Mars-2021 ef allt verður rólegt. Ég mun skrifa grein eins fljótt og hægt er ef það hefst eldgos eða eitthvað annað stórt gerist. Ég vonast til þess að fá smá pásu um þessa helgi enda hef ég verið að skrifa um þessa virkni í meira en tvær vikur núna. Hvort að það tekst er óljóst þessa stundina.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal hérna til hliðar eða með því að leggja beint inná mig með þeim bankaupplýsingum sem eru gefnar upp á síðunni Styrkir sem er merkt hérna í borðanum hérna að ofan. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Þetta er stutt grein um virkinina í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi grein er skrifuð þann 11-Mars-2021 klukkan 18:51.
Í morgun klukkan 08:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 vestan við Grindavík. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 klukkan 09:03. Þessir jarðskjálftar tengjast ekki neinum kvikuhreyfingum á þessu svæði heldur er hérna um að ræða jarðskjálfta sem koma til vegna spennubreytinga vegna kvikugangsins í Fagradalsfjalli og þenslunar sem sú kvika er að valda á stóru svæði í kringum sig. Samkvæmt nýlegum mælingum þá er kvikan að færa sig um 500 metra á hverjum 24 klukkutímum í dag. Núna er kvikan að fara suður en hefur verið að fara suð-vestur undanfarna daga. Í dag (11-Mars-2021) þá á kvikan bara rétt um 2 til 3 km áður en hún kemst á svæði þar sem sjór er yfir öllu saman og ef það gýs þar þá verður sprengigos þar þann tíma sem sjór kemst í sjálft eldgosið. Það mun búa til nýjar eyjar sem munu hverfa eftir skamman tíma þar sem sjórinn mun eyða þeim hratt.
Kvikan mun einnig fara þá undir Suðurstandarveg (vegur 427). Það er einnig hætta á að það gjósi áður en að þessu kemur og þá mun það taka hraunið 6 til 10 klukkutíma að renna yfir Suðurstandarveg og þá eru bara 2 til 3 km áður en hraunið kemst út í sjó. Síðan jarðskjálftavirknin hófst þann 24-Febrúar-2021 þá hafa orðið meira en 34.000 jarðskjálftar á þessu svæði á Reykjanesskaga samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.
Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:49.
Síðan á Mánudaginn 8-Mars-2021 þá hefur mikið verið að gerast og það eru engin merki um að breytingar séu á leiðinni eða virknin í kvikuganginum sé að fara að hægast niður. Þessa stundina er kvikugangurinn að þenjast til suður í Fagradalsfjall sem var byggt af eldra eldgosi fyrir hugsanlega einhverjum milljónum árum síðan. Þensla kvikugangsins til suðurs er að valda miklum jarðskjálftum á þessu svæði og voru stærstu jarðskjálftar síðasta sólarhringinn með stærðina Mw5,1 klukkan 03:15 og síðan Mw4,6 klukkan 08:50. Síðustu 48 klukkutíma hafa komið fram 68 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 í Fagradalsfjalli. Minni jarðskjálftar eru að eiga sér stað með tíðnina 1 til 5 jarðskjálftar á hverri mínútu. Síðan 24-Febrúar-2021 þá hafa mælst 34.000 jarðskjálftar hjá Veðurstofu Íslands í þessari jarðskjálftahrinu.
Möguleikinn á því að þarna verði eldgos er að aukast samkvæmt Veðurstofu Íslands og mun halda áfram að aukast eftir því sem þessi virkni varir lengur á þessu svæði við Fagradalsfjall. Á meðan kvikan sem er þarna hefur pláss til þess að þenja sig í jarðskorpunni þá mun hún gera það. Kvikan er núna á 1 km dýpi eða minna. Hvað dýpið er nákvæmlega er erfitt að fá upplýsingar um á þessari stundu. Þetta veldur því að eldgos getur hafist á mikilla jarðskjálfta eða fyrirboða í Fagradalsfjalli. Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw6,5. Á báðum brotasvæðum við enda kvikugangsins og einnig í Brennisteinsfjöllum.
Næsta uppfærsla verður þann 12-Mars-2021 ef engir stóratburðir verða á þessu svæði.
Styrkir
Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með PayPal eða með því millifæra beint inná mig með bankamillifærslu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.