Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í morgun (20-Apríl-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,4 en allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikið um að vera í Kötlu á þessari mynd. Þar er allt rólegt eins og stendur. Almennt er mjög rólegt á Íslandi þessa stundina.

Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi þann 28-Febrúar-2016.

Bárðarbunga

Síðustu 48 klukkutímana þá hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, einnig sem það hefur verið virkni í kvikuinnskotum í Bárðarbungu á sama tíma. Einhver hluti af þessari jarðskjálftavirkni átti sér stað á 15km dýpi, eftir slíka jarðskjálfta þá virðist sem að jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í heildina aukist. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að troða sér inn í Bárðarbungu á miklu dýpi.

Kvikuinnskot kom fram í jaðri Bárðarbungu og á svæði þar sem það hefur komið áður fram. Það er mjög óvenjulegt að kvikuinnskot séu svona þrautseig á einum stað. Staðsetningin er rúmlega suð-austur af öskju Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Síðustu daga hafa nokkrir jarðskjálftar komið fram í Tungnafellsjökli. Margir af þessum jarðskjálftum voru með dýpið 15km. Það bendir til þess að einhver kvikuhreyfing sé að eiga sér stað innan Tungnafellsjökuls. Þó er ólíklegt að það fari að gjósa vegna þessar kvikuhreyfinga, þar sem ekkert bendir til þess að þessi kvika muni ná til yfirborðsins.

Askja

Fyrr í þessari viku (Viku 8) varð jarðskjálftahrina í Öskju. Þessi jarðskjálftahrina varð á miklu dýpi, eða í kringum 22 km dýpi. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að flæða inn í kvikuhólf Öskju eins og hefur gerst reglulega síðan árið 2010. Þessa studina er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni eiga sér stað á næstunni í Öskju.

160228_1940
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öskju og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Síðustu daga hefur örlítil jarðskjálftavirkni verið í Goðabungu í Kötlu. Þarna virðist vera um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni fyrir Goðabungu og þetta svæði almennt. Enginn önnur áhugaverð virkni átti sér stað í Kötlu í þessari viku (Viku 8).

Hekla

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Heklu síðustu daga. Engin önnur virkni fylgdi þessum jarðskjálftum og ekki er vitað afhverju þessir jarðskjálftar áttu sér stað og uppruni þeirra er óljós.

Torfajökull

Minniháttar jarðskjálftavirkni átti sér stað í Torfajökli um helgina og síðustu daga. Þarna virðist vera um að ræða jarðskjálftavirkni sem tengist hugsanlega breytingum í jarðhitakerfi Torfajökuls.

160228_2120
Jarðskjálftavirkni í Kötlu, Torfajökli og Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga á Íslandi. Smáhrinur áttu sér stað á Reykjanesinu og síðan á Tjörnesbrotabeltinu en þær eru ekki nægjanlega stórar svo að ég skrifi um þær.

Lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-Desember-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og þarna fór enginn jarðskjálfti yfir stærðina 2,0. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna hafi verið á breytingar að eiga sér stað í jarðhitakerfum í Torfajökli.

151203_1910
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi tegund af jarðskjálftavirkni á sér stað í Torfajökli vegna þess að kvika stendur mjög grunnt í eldstöðinni. Ég reikna ekki með nein frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna.

Yfirlit yfir litlar jarðskjálftahrinur á Íslandi

Síðustu daga hafa verið litlar jarðskjálftahrinur á nokkrum stöðum á Íslandi. Enginn af þessum jarðskjálftahrinum hefur verið stór og enginn jarðskjálfti hefur farið yfir stærðina 3,0.

150905_2125
Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu, Bárðarbungu og Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað síðustu daga hafa orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni hefur verið stöðug í eldstöðinni síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu, enginn jarðskjálftana sem varð þar náði stærðinni 2,0. Mesta dýpi jarðskjálfta var 22,8 km. Hugsanlegt er að kvika hafi verið þarna að verki, á þessu svæði er sigdalur. Það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos á þessu svæði. Það þýðir þó ekki að þarna hafi ekki orðið eldgos. Jarðskjálftahrina varð einnig á Reykjanesi og einn jarðskjálfti þar náði stærðinni 2,8. Sú jarðskjálftahrina varð í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur. Þó lítur út fyrir að þessi jarðskjálftahrina sé tengd virkni í jarðskorpunni heldur en hreyfingum kviku á svæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur einnig verið á svæði milli Torfajökuls og Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað eða hvorri eldstöðinni hún tilheyrir, ég er ekki með jarðfræðikortin mín þannig að ég get ekki gáð að því. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálfthrina sé á jaðri annars hvors þessara eldstöðvakerfa.

Annars hefur verið rólegt á Íslandi síðustu vikur og það eru góðar líkur á því að þessi rólegheit muni vara næstu vikur til mánuði.

Jarðskjálftavirkni í Torfajökli

Síðan um síðustu helgi hefur verið jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Þetta er mjög lítil jarðskjálftavirkni og telst vera eðlileg fyrir Torfajökuls eldstöðina. Þessi jarðskjálftavirkni á væntanlega upptök sín í breytingum sem eru að eiga sér stað í háhitasvæðum á svæðinu.

150723_2240
Torfajökull er fyrir norðan Kötlu og Mýrdalsjökul. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að þessi jarðskjálftavirkni muni vara næstu daga til vikur. Það er ekki hægt að segja til með mikilli vissu hversu lengi þessi jarðskjálftavirkni mun vara í Torfajökli. Það er hætta á því að nýjir hverir opnist á þessu svæði og að eldri hverir hætti í kjölfarið. Fólk sem er að ferðast á svæðinu þarf að hafa þetta í huga, þar sem slíkar breytingar geta verið varasamar.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (31-Júlí-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þetta var minniháttar jarðskjálfti og enginn af þeim jarðskjálftum sem urðu fóru yfir stærðina 3,0. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,3, dýpi þessara jarðskjálfta var frá 15,1 km og upp í rúmlega 1,0 km dýpi.

140731_1820
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið í bili. Það er alltaf möguleiki á því að jarðskjálftavirkni muni taka sig upp þarna aftur síðar. Svona jarðskjálftahrinur eru mjög algengar í Torfajökli og það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara gerast í eldstöðinni eins og er.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (10-Október-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálfti þessar hrinu var með stærðina 2,2 og dýpið var 0,4 km. Jarðskjálftahrinur eru algengar í Torfajökli og boða líklega ekkert sérstakt.

131010_1940
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli (norðan Mýrdalsjökuls). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað á þessu svæði næstu daga og vikur. Það er ólíklegt að sú virkni muni verða stærri en sú jarðskjálftahrina sem átti sér stað í dag.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-September-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1, engir stærri jarðskjálftar áttu sér stað í Torfajökli.

130903_1955
Jarðskjálftar í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona litlar jarðskjálftahrinur eru algengar í Torfajökli og eiga sér stað reglulega. Þessar litlu jarðskjálftahrinur þýða ekki að eldgos sé yfirvofandi í Torfajökli, hinsvegar stendur kvika grunnt í Torfajökli og það hefur ekki gosið þarna síðan á 15 öld minnir mig.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (16.02.2013) klukkan 15:11 hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökuls eldstöðinni. Þessi jarðskjálftahrina er mjög lítil og hefur stærsti jarðskjálftin hingað til aðeins náð stærðinni 2.6 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Dýpi þessara jarðskjálfta er 2 til 4 km samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum.

130216_1710
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Erfitt er að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu í Torfajökli. Þó er líklegt að þessi hrina hætti bara. Eins og er venjan með jarðskjálftahrinu í þessari eldstöð. Síðast gaus í Torfajökli árið 1477 samkvæmt Global Volcanism Program. Jarðskjálftar sem verða á þessu svæði koma vel fram á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á þessu svæði. Þrátt fyrir mikin hávaða á þeim þessa stundina. Hægt er að skoða jarðskjálftagröfin hérna.