Jarðskjálftavirkni í Torfajökli

Síðan um síðustu helgi hefur verið jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Þetta er mjög lítil jarðskjálftavirkni og telst vera eðlileg fyrir Torfajökuls eldstöðina. Þessi jarðskjálftavirkni á væntanlega upptök sín í breytingum sem eru að eiga sér stað í háhitasvæðum á svæðinu.

150723_2240
Torfajökull er fyrir norðan Kötlu og Mýrdalsjökul. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að þessi jarðskjálftavirkni muni vara næstu daga til vikur. Það er ekki hægt að segja til með mikilli vissu hversu lengi þessi jarðskjálftavirkni mun vara í Torfajökli. Það er hætta á því að nýjir hverir opnist á þessu svæði og að eldri hverir hætti í kjölfarið. Fólk sem er að ferðast á svæðinu þarf að hafa þetta í huga, þar sem slíkar breytingar geta verið varasamar.