Þann 27-Júlí-2015 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Á þessari stundu er þetta lítil jarðskjálftahrina og enginn jarðskjálfti hefur náð stærðinni 3,0.
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu hingað til hafa náð stærðinni 2,7. Dýpi jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu er dæmigert fyrir jarðskjálfta á brotabelti. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina muni halda áfram næstu daga á þessu svæði. Það er einnig möguleiki á því að ný jarðskjálftahrina hefjist í kjölfarið á þessari hrinu, þar sem það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrina komi af stað nýrri jarðskjálftahrinu á nærliggjandi misgengjum. Tjörnesbrotabeltið er það brotabelti á Íslandi sem hreyfist hraðast (sjá þessa hérna mynd).
Jarðskjálftamælir í Böðvarshólum: Þar sem áætlanir hjá mér um flutning til Danmerkur á næsta ári ganga ekki upp að svo stöddu. Þá mun ég ræsa jarðskjálftamælinn í Böðvarshólum aftur mjög fljótlega. Ég vonast til þess að jarðskjálftamælirinn verði kominn aftur í gang næstu helgi.