Í dag (31-Júlí-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þetta var minniháttar jarðskjálfti og enginn af þeim jarðskjálftum sem urðu fóru yfir stærðina 3,0. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,3, dýpi þessara jarðskjálfta var frá 15,1 km og upp í rúmlega 1,0 km dýpi.
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið í bili. Það er alltaf möguleiki á því að jarðskjálftavirkni muni taka sig upp þarna aftur síðar. Svona jarðskjálftahrinur eru mjög algengar í Torfajökli og það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara gerast í eldstöðinni eins og er.