Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-September-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1, engir stærri jarðskjálftar áttu sér stað í Torfajökli.

130903_1955
Jarðskjálftar í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona litlar jarðskjálftahrinur eru algengar í Torfajökli og eiga sér stað reglulega. Þessar litlu jarðskjálftahrinur þýða ekki að eldgos sé yfirvofandi í Torfajökli, hinsvegar stendur kvika grunnt í Torfajökli og það hefur ekki gosið þarna síðan á 15 öld minnir mig.