Jarðskjálftavirkni í suður-hluta öskju Kötlu

Í dag (9-Ágúst-2018) varð jarðskjálftahrina í suður-hluta öskju Kötlu. Það er ekki að sjá að neinn jarðskjálfti hafi náð stærðinni 2,0.


Jarðskjálftavirknin í suður-hluta öskju Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

Frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (8-Ágúst-2018) varð frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu en klukkan 21:39 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálfti var með stærðina 2,4. Þessi jarðskjálftahrina virðist ennþá vera í gangi og því geta stærðir og fjöldi jarðskjálfta breyst með skömmum fyrirvara.


Jarðskjálftahrina í Kötlu. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það mælist enginn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftavirkni og það þýðir engin kvika er hérna á ferðinni. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist jökulflóðum sem hafa verið að koma frá Mýrdalsjökli undanfarna daga.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu, jökulhlaup frá Mýrdalsjökli ennþá í gangi

Í dag (7-Ágúst-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jökulflóð að koma undan Mýrdalsjökli núna sem rennur í Múlakvísl. Þetta er lítið jökulflóð en lögreglan hefur ráðlagt fólki að vera ekki að stoppa nærri Múlakvísl vegna brennisteinsvetnis sem getur safnast saman þar sem vindur nær ekki að blása. Brennisteinsvetni er hættulegt fólki í miklu magni.

Umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan snemma í morgun (2-Ágúst-2018) hefur verið umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hófst í gær (1-Ágúst-2018) með fáum jarðskjálftum en jókst í nótt og á þessari stundu er hægt að líta svo á að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 3,7 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til hafa verið minni að stærð. Engin breyting hefur orðið á óróa á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé ketill eða jökulvatn að flæða undan Mýrdalsjökli frá hverasvæðum sem þar er að finna og út í Múlakvísl. Ég fékk tilkynningu um slíkt yfir Facebook í gærkvöldi en það hefur ekki mikið komið fram um það í fréttum þegar þessi grein er skrifuð eða staðfest opinberlega ennþá.

Örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (1-ágúst-2018) varð örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Breytingin er sú að stærðir þeirra jarðskjálfta sem varð í dag jókst aðeins og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,5 og nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 eða stærri hafa orðið í dag.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöldi vikulegra jarðskjálfta í Öræfajökli er núna í kringum 50 jarðskjálftar á viku en var áður í kringum 100 jarðskjálftar á viku. Þessi breyting þýðir ekkert mikið en bendir til þess að kvikan sem er í Öræfajökli sé að fara sér mjög hægt um þessar mundir. Jarðskjálftavirknin sjálf hefur hinsvegar ekkert breytst og ekkert sem bendir til þess breyting sé að verða á jarðskjálftavirkninni.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (1-ágúst-2018) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist hugsanlegu jökulflóði frá Mýrdalsjökli. Það hafa ekki verið fluttar neinar fréttir af slíku ennþá.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Jarðskjálftavirkni getur hinsvegar tekið sig upp aftur í Kötlu án nokkurs fyrirvara eða viðvörunar.

Lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (1-Ágúst-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu klukkan 07:08 í morgun. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er kvika. Það var sagt frá því í kvöldfréttum að háhitasvæðin í Bárðarbungu eru ennþá mjög virk og aflmikil. Þessi hverasvæði eru á brún öskju Bárðarbungu og sést gufa stíga upp þar sem jarðhitavirknin hefur náð að bræða sig upp í gegnum jökulinn.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga

Í dag (31-Júlí-2018) hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gagni. Stærsti jarðskjálftinn hingað til er með stærðina 3,1 en allir aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til eru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera jarðskjálftahrina sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé þarna á ferðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast eftir því sem tíminn líður.

Lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli þann 23-Júlí-2018

Mánudaginn 23-Júlí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessa stundina er svona jarðskjálftavirkni algeng í Öræfajökli. Í hverri viku verða núna frá 100 til 200 jarðskjálftar í Öræfajökli. Flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til í þessari viku var með stærðina 1,2 og var á 4,9 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð. Þegar jarðskjálftahrina verður í Öræfajökli þá er það vegna þess að kvika er að troða sér inn í eldstöðina og er að ýta sér leið upp. Þeir jarðskjálftar sem verða fyrir utan Öræfajökul eru vegna spennubreytinga í nálægri jarðskorpu sem hefur virkjað misgengi á þessu svæði. Það er talsverð hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist með þessum hætti eftir því sem meiri kvika safnast saman í Öræfajökli. Það ferli mun taka vikur og mánuði frá því sem er núna í dag.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (20-Júlí-2018) klukkan 06:28 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu í suð-austur hluta öskjunnar. Það komu fram nokkrir litlir jarðskjálftar í kjölfarið yfir daginn. Jarðskjálftavirkni er algeng í Bárðarbungu núna en það hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni undanfarna mánuði (3 til 6 mánaða fresti). Á móti þegar það verða jarðskjálftar þá eru þeir stærri.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,4. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta frá Bárðarbungu á næstu klukkutímum til 48 klukkustundum. Ef ekkert gerist eftir 48 klukkustundir þá er ólíklegt að að komi fram stór jarðskjálfti á næstunni. Stærðin sem hægt er að reikna með er yfir 4,0.