Sterk brennisteinslykt frá Sólheimajökli (Katla)

Í dag (21-Nóvember-2018) gaf Veðurstofan út viðvörun vegna mikillar brennisteinsmengunar frá Sólheimajökli og Jökulsá á Sólheimasandi sem kemur frá Kötlu. Fólki er ráðlagt að forðast svæðið vegna brennisteinsmengunar. Það hefur ekki verið nein aukning í jarðskjálftavirkni í tengslum við þessa brennisteinsmengun.


All rólegt í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki mælst nein jarðskjálftavirkni og það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróamælingum í kringum Kötlu. Þetta mun líklega ekki breytast þar sem mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu allt árið 2018.