Jarðskjálftavirkni eykst á ný í Öræfajökli

Í gær (24-Febrúar-2018) og í dag (25-Febrúar-2018) jókst jarðskjálftavirkni á ný í Öræfajökli eftir talsverðan langan tíma án nokkurar jarðskjálftarvirkni. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,2. Stærðir annara jarðskjálfta sem komu fram voru á bilinu 0,6 til 1,2. Allir jarðskjálftar eru skráðir með grunnt dýpi en það er hugsanlega ekki rétt mæling.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli á sér stað vegna þess að kvika er að troða upp eldstöðina. Núverandi jarðskjálftavirkni er fyrir ofan bankgrunnsvirkni í Öræfajökli. Bakgrunnsvirkni í Öræfajökli er í kringum 1 til 2 jarðskjálftar á ári (allt að 10 jarðskjálftar á ári).

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Henglinum

Í dag (22-Febrúar-2018) klukkan 09:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Henglinum.


Jarðskjálftavirkni í Heglinum. Höfundaréttur þessarar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni sé óvenjuleg og þetta virðist bara vera hefðbundin virkni fyrir þetta svæði.

Staðan í eldstöðinni Nafir (TFZ) klukkan 18:17 þann 20-Febrúar-2018

Upplýsingar í þessari grein munu líklega verða úreltar mjög fljótlega.

Síðan í gær (19-Febrúar-2018) hefur dregið umtalsvert úr jarðskjálftavirkninni í eldstöðinni Nafir austan við Grímsey í Tjörnesbrotabeltinu. Það hefur aðeins einn jarðskjálfti með stærðina 3,0 orðið síðan á miðnætti. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en eingöngu litlir jarðskjálftar eiga sér eingöngu stað núna og það hafa ekki orðið margir jarðskjálftar sem eru stærri en 2,0 síðan á miðnætti.


Núverandi jarðskjálftavirkni austan við Grímsey í eldstöðinni Nafir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ekki mjög mikil eða þétt þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna slæms veðurs á næstu dögum má reikna með því að litlir jarðskjálftar muni ekki mælast almennilega á Tjörnesbrotabeltinu á meðan stormurinn gengur yfir og einnig á öðrum svæðum á Íslandi.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein.

Staðan í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey klukkan 22:35

Upplýsingar í þessari grein munu úreltast á skömmum tíma.

Hérna eru nýjustu stærðartölur um stærstu jarðskjálftana sem urðu í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og USGS.

Jarðskjálfti klukkan 05:34 var með stærðina 4,9. USGS segir stærðina mb4,8.
Jarðskjálfti klukkan 05:38 var með stærðina 5,2. USGS segir stærðina mb5,0.
Jarðskjálfti klukkan 06:32 var með stærðina 4,0. USGS segir stærðina mb4,5.

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 68 jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa orðið í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey. Það hafa orðið samtals 1488 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ennþá frekar þétt í eldstöðinni Nafir, austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem veðurspáin næstu daga er mjög slæm fyrir Ísland þá mun það koma í veg fyrir að smáir jarðskjálftar muni mælast á svæðinu. Stærri jarðskjálftar ættu almennt að ná yfir rok hávaðann (vonandi) og mælast almennilega. Stærstu jarðskjálftarnir munu mælast á jarðskjálftamælanetum utan Íslands þar sem slæmt veður er ekki vandamál.

Næsta grein um stöðu mála er á morgun. Ef eitthvað stórt gerist þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er.

Staðan klukkan 12:32 í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar þann 19-Febrúar-2018

Upplýsingar í þessari grein munu úreldast mjög hratt.

Það er búið að lýsa yfir óvissustigi í Grímsey og nágrenni vegna þessar jarðskjálftahrinu austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir sem mældist var með stærðina 5,2 og var annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,5 þessa stundina. Miðað við hvernig þessir jarðskjálfti kom fram á jarðskjálftamælinum mínum þá er líklegt að jarðskjálftinn sem er með stærðina 4,5 sé nærri því að vera 5,0 að stærð en það tekur tíma að fara nákvæmlega yfir jarðskjálftagögnin þegar svona jarðskjálftahrina á sér stað. Stærsti jarðskjálftinn fannst á stóru svæði í kringum Grímsey og á Akureyri.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að jarðskjálftahrinan sé að fara að enda. Það er óljóst á þessari stundu hvort að þetta sé undanfari að eldgosi á þessari stundu. Á þessari stundu er ekki eldgos á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er mjög þétt á svæði austan við Grímsey. Vegna þess hversu stór þessi jarðskjálftahrina er þá ræður SIL mælanetið ekki almennilega við að staðsetja alla jarðskjálftana sjálfvirkt.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey í Tjörnesbrotabeltinu klukkan 16:20 þann 18-Febrúar-2018

Það er mjög líklegt að þær upplýsingar sem koma fram hérna verði úreltar mjög hratt.

Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir sem er staðsett austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu er minni í dag (18-Febrúar-2018) en í gær (17-Febrúar-2018) og hafa í dag orðið að mestu litlir jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,4 og varð klukkan 12:14. Það er ennþá óljóst hvort að jarðskjálftahrinan mun aukast á ný en jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey í eldstöðinni Nafir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Það er minni þéttleiki í jarðskjálftahrinunni í dag en í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað mun gerast næst á þessu svæði. Þar sem það er ekki skráð nein eldgosasaga á þessu svæði og jarðskjálftavirknin er mjög flókin þar sem þarna blandast saman jarðskjálftavirkni sem á uppruna sinn í plötuhreyfingum og síðan í eldstöðvarbreytingum annarsvegar. Þessa stundina þá veit ég ekki hvort er núna en mjög líklega er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu vegna eldstöðvahreyfinga í eldstöðinni Nafir. Það er mjög erfitt að lesa í stöðuna á þessu svæði þessa stundina.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf verður á í dag.

Staðan á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) klukkan 13:47 þann 17-Febrúar-2018

Upplýsingar hérna munu verða úreltar á mjög skömmum tíma.

Þegar þetta er skrifað hafa orðið 1615 jarðskjálftar austan Grímseyjar. Það er ekki ennþá orðið ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað þarna á Tjörnesbrotabeltinu. Það sem er ekki vitað er hvort að hérna sé um að ræða jarðskjálfta sem eiga uppruna sinn í flekahreyfingum eða kvikuhreyfingum.


Jarðskjálftahrinan austan Grímseyjar á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þetta er mjög þétt og mikil jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálfti frá miðnætti var með stærðina 3,7 en síðustu 48 klukkutíma hafa orðið 27 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 austan Grímseyjar. Jarðskjálftahrinan á sér stað í eldstöð sem heitir Nafir (það er engar GVP upplýsingar) og það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos þarna síðustu 12.000 árin svo að ég viti til (ég gæti haft rangt fyrir mér). Það er óljóst á þessari stundu hvort að þarna muni eldgos eiga sér stað eða ekki. Það eru á þessari stundu engin augljós merki um kvikurhreyfingu á þessu svæði. Samkvæmt grein frá ÍSOR þá bendir jarðskjálftahrinan til þess að upptökin sé að finna í kvikuhreyfingum á þessu svæði. Ef að þarna eru kvikuhreyfingar á ferðinni þá er ekki ljóst hvort að það muni enda í eldgosi samkvæmt skoðun ÍSOR.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf verður á í dag.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (09-Febrúar-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í Öræfajökli síðan jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni árið 2017. Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,4 (grein hérna) og hefur það verið stærsti jarðskjálftinn hingað til. Þessi aukning í stærð jarðskjálfta er áhyggjuefni og nauðsynlegt að fylgjast betur með því sem er að gerast í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur aðeins einn jarðskjálfti orðið eftir stóra jarðskjálftann og var sá jarðskjálfti með stærðina 1,7 (sjálfvirk niðurstaða). Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Öræfajökli á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Öræfajökli undanfarið og er viðvörunarstig Öræfajökuls ennþá gult eins og sjá má hérna [vefsíðan er hérna]. Eins og áður þá eru langflestir jarðskjálftar sem eiga sér stað mjög smáir að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (appelsínugulu doppuanar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er núna munstur á þessari jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það munstur kemur fram á SIL stöðvum rétt áður en og þegar jarðskjálftavirkni er skráð í Öræfajökli. Það er möguleiki að þessi breyting á óróanum séu jarðskjálftar að eiga sér stað í Öræfajökli. Ég er ekki ennþá viss um hvað er að valda þessu. Aðrar útskýringar á þessu eru mögulegar.


Toppanir sjást við 01/02 línuna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá afhverju þetta gerist og hvað er í gangi þegar þetta kemur fram og afhverju þetta kemur fram.

Slæmt veður kemur núna í veg fyrir jarðskjálftamælingar á litlum jarðskjálftum á Íslandi. Þar sem það er spáð slæmu veðri fram á Sunnudag þá má reikna með áframhaldandi truflunum á jarðskjálftamælinum vegna veðurs.

Flutningur til Íslands

Mér hefur tekist að koma því þannig fyrir að ég mun flytja til Íslands í Júlí frekar en Október. Það gefur mér tækifæri til þess að vinna í sumar og haust (við að slá gras og í sláturhúsi). Það að flytja í Júlí lækkar einnig skattareikinginn hjá mér í Danmörku fyrir árið 2018 þar sem ég er eingöngu skattskyldur í Danmörku fram til þess dags að ég flyt lögheimilið til Íslands. Ég hef bara ekki efni á því að lifa í Danmörku og það er ekkert við því að gera.

Kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (30-Janúar-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð einnig stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan 27-Október-2017. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 (klukkan 19:24), tveir jarðskjálftar urðu á undan þeim jarðskjálfta og voru með stærðina 3,7 (klukkan 17:49) og síðan kom jarðskjálfti með stærðina 3,8 (klukkan 18:00).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en síðasti jarðskjálfti varð klukkan 21:29. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kringum Bárðarbungu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það virðist sem að norður-austur hluti Bárðarbungu sé að verða stöðugt óstöðugri með hverri jarðskjálftahrinunni sem verður á þessu svæði. Stærðir jarðskjálftanna sem verða eru einnig að vaxa en á sama er lengra á milli þessara jarðskjálftahrina. Tími milli jarðskjálftahrina getur núna farið upp í nokkrar vikur. Eftir að þessi jarðskjálftavirkni hófst í September-2015 þá voru svona jarðskjálftahrinu vikulegur atburður.